Fyrir neðan er listi af smitsjúkdómum sem hægt er að fá bólusetningu gegn. Bólusett er gegn ýmsum bakteríu- og veirusýkingum.
Bóluefni geta verið:
- Hluti af barnabólusetningu
- Ráðlögð fyrir dvöl á landsvæðum þar sem smitsjúkdómar eru til staðar
- Ráðlögð af lækni fyrir ákveðna einstaklinga til dæmis vegna veikinda
- Ráðlögð fyrir fólk 60 ára og eldri
Möguleiki er að bóluefni sem notuð eru breytist á milli ára og árganga.
Bólusetning gegn barnaveiki er hluti af barnabólusetningum.
Bólusett er með samtengdu bóluefni sem heitir Pentavac við þriggja, fimm og tólf mánaða aldur. Bóluefnið er hluti af bólusetningu gegn barnaveiki, kíghósta, stífkrampa, mænusótt og Hib (gefið í einni sprautu).
Örvunarbólusetning er fyrst gefin við 4 ára aldur með bóluefninu Boostrix infanrix, eða Repevax og aftur við 14 ára aldur með bóluefninu Boostrix polio eða infanrix polio.
Ráðlagt er að fá bóluefnið boostrix polio með 10 ára fresti eftir 14 ára aldur.
Bólusetning gegn Hib bakteríusýkingu er hluti af barnabólusetningum.
Bólusett er gegn Hib bakteríusýkingu með samtengdu bóluefni sem heitir Pentavac við þriggja, fimm og tólf mánaða aldur.
Bóluefnið er hluti af bólusetningu gegn barnaveiki, kíghósta, stífkrampa, mænusótt og Hib (gefið í einni sprautu).
Bólusetning gegn hettusótt er hluti af barnabólusetningum.
Bólusett er gegn hettusótt með samtengdu bóluefni sem heitir MMR-VaxPro og er gefið við 18 mánaða og 12 ára aldur.
Bóluefnið er hluti af bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (e. Measles, Mumps and Rubella, MMR) og er í einni og sömu sprautunni.
Bólusetning gegn hlaupabólu er hluti af barnabólusetningum.
Byrjað var að bólusetja gegn hlaupabólu árið 2019.
Gefið er bóluefnið Varilrix eða Varivax sem eru lifandi bóluefni og er gefið við 18 mánaða og við 2,5 árs aldur.
Bólusetning gegn HPV veiru er hluti af barnabólusetningum.
Bóluefnið heitir Gardasil 9 og eru gefnar tvær sprautur við 12 ára aldur.
Bólusetning gegn hundaæði getur verið hluti af ferðamannabólusetningu.
Notuð eru tvö bóluefni hér á landi Verorab og Tollowut-Impfstoff.
Bóluefnið er bæði notað sem forvörn og meðferð. Við forvörn eru gefnar 3 sprautur til að fá eins árs vörn og eftir það þarf örvunarskammt á þriggja til fimm ára fresti til að viðhalda vörn.
Boðið er upp á bólusetningu gegn inflúensu á hverju ári.
Hópar sem fá forgang við bólusetningu eru:
- Börn á aldrinum 6 mánaða - 2,5 ára
- Einstaklingar 60 ára og eldri
- Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan
- Þungaðar konur
- Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum
Bólusetning gegn japanskri heilabólgu getur verið hluti af ferðamannabólusetningu.
Bóluefnið heitir ixiario og eru gefnar eru tvær sprautur með mánaða millibili.
Bólusetning gegn kíghósta er hluti af barnabólusetningum.
Bólusett er með samtengdu bóluefni sem heitir Pentavac við þriggja, fimm og tólf mánaða aldur. Bóluefnið er hluti af bólusetningu gegn barnaveiki, kíghósta, stífkrampa, mænusótt og Hib (gefið í einni sprautu).
Örvunarbólusetning er fyrst gefin við 4 ára aldur með bóluefninu Boostrix eða Repevax og aftur við 14 ára aldur með bóluefninu Boostrix polio.
Ráðlagt er að fá bóluefnið boostrix polio með 10 ára fresti eftir 14 ára aldur.
Bólusetning gegn kíghósta er ráðlögð fyrir ófrískar konur til að verja barn gegn sýkingu fyrstu mánuðina.
Bólusetning gegn kóleru er hluti af ferðamannabólusetningu.
Bóluefnið er í vökvaformi heitir Dukoral og er til inntöku um munn og er drukkið í tveimur skömmtum með 1-6 vikna millibili.
Boðið er upp á bólusetningu gegn kórónuveiru með bóluefninu Comirnaty.
Ráðlegt er að fólk 60 ára á eldri fari árlega í bólusetningu.
Bólusetning gegn lifrarbólgu A getur verið hluti af ferðamannabólusetningu.
Bólusett er með bóluefninu Havrix og eru gefnar 2 sprautur með 6-12 mánaða millibili.
Einnig er hægt að fá samtengt bóluefni, Twinrix þar sem lifrarbólga A og B eru í einni og sömu sprautunni sem gefin er þrisvar sinnum á einu ári.
Bólusetning gegn lifrarbólgu B getur verið hluti af ferðamannabólusetningu.
Bólusett er með bóluefninu Engerix-B og eru gefnar 3 sprautur á einu ári.
Einnig er hægt að fá samtengt bóluefni, Twinrix þar sem lifrarbólga A og B eru í einni og sömu sprautunni sem gefin er þrisvar sinnum á einu ári.
Til eru nokkrar tegundir af bóluefnum gegn lungnabólgu. Bóluefnin eru gegn bakteríum sem geta orsakað lungnabólgu en einnig aðrar tegundir sýkinga, til dæmis eyrnabólgu og/eða heilahimnubólgu.
Bóluefnið Vaxneuvance er hluti af barnabólusetningum og er gefið við 18 mánaða aldur.
Bóluefnin Prevenar 13 og Synflorix eru gefin öllum aldri og eru gefin gegn ífarandi sýkingum gegn tilvísun frá lækni og eru lyfseðilsskyld.
Bóluefnið Pneumovax er ráðlagt fyrir fólk 60 ára og eldri.
Bólusetning gegn Malaríu getur verið hluti af ferðamannabólusetningu.
Nokkrar tegundir eru til af malaríulyfjum sem dæmi Malarone og Plaquenil og eru lyfin í töfluformi. Val á lyfjagjöf fer eftir hvar og hversu lengi er verið að dvelja á svæði þar sem malaría er algeng.
Lyfin eru lyfseðilsskyld og þarf að panta skal tíma hjá heimilislækni til að fá ráðleggingar og leiðsögn um fyrirbyggjandi lyfjameðferð.
Bólusetning gegn meningókokkum er hluti af barnabólusetningum en getur einnig verið hluti af ferðamannabólusetningu fyrir þá sem fengu ekki barnabólusetningu.
Byrjað var að bólusetja gegn meningókokkum C árið 2002 með bóluefninu NeisVac-C og var fólk fætt 1983 eða yngra bólusett.
Byrjað að bólusetja er gegn Meningókokkum A, C, W og Y árið 2023 og er það gert við 12 mánaða aldur með bóluefni sem heitir MenQuadfi.
Bólusetning gegn mislingum er hluti af barnabólusetningum.
Bólusett er gegn hettusótt með samtengdu bóluefni sem heitir MMR-VaxPro og er gefið við 18 mánaða og 12 ára aldur.
Bóluefnið er hluti af bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (e. Measles, Mumps and Rubella, MMR) og er í einni og sömu sprautunni.
Bólusetning gegn mítilborni heilabólgu getur verið hluti af ferðamannabólusetningu.
Bóluefnið heitir TicoVac og eru gefnir 3 skammtar á innan við 15 mánuðum til að fá vörn í 3 ár. Ráðlagt er að fá fyrsta örvunarskammt 3 árum eftir þriðju sprautu. Eftir það þarf örvunarskammt á 5 ára fresti.
Bólusetning gegn mýgulusótt getur verið hluti af ferðamannabólusetningu.
Bóluefnið heitir Stamaril og er ætlað fólki undir 60 ára aldri. Fólk eldra en 60 ára þarf tilvísun frá lækni.
Bóluefnið er ein sprauta og er ráðlagt að fá staðfestingu á inndælingu frá heilbrigðisstarfsmanni í bólusetningarskírteini þegar bóluefnið er gefið.
Bólusetning gegn mænusótt er hluti af barnabólusetningum.
Bólusett er með samtengdu bóluefni sem heitir Pentavac við þriggja, fimm og tólf mánaða aldur. Bóluefnið er hluti af bólusetningu gegn barnaveiki, kíghósta, stífkrampa, mænusótt og Hib (gefið í einni sprautu).
Örvunarbólusetning er gefin við 14 ára aldur með bóluefninu Boostrix polio eða infanrix polio.
Ráðlagt er að fá bóluefnið boostrix polio með 10 ára fresti eftir 14 ára aldur.
Bólusetning gegn rauðum hundum er hluti af barnabólusetningum.
Bólusett er gegn hettusótt með samtengdu bóluefni sem heitir MMR-VaxPro og er gefið við 18 mánaða og 12 ára aldur.
Bóluefnið er hluti af bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (e. Measles, Mumps and Rubella, MMR) og er í einni og sömu sprautunni.
Bólusetning gegn ristli er valkvæð. Aðeins fólk sem hefur fengið hlaupabóluna getur fengið ristil.
Til er bóluefni gegn ristli sem heitir Shingrix og er hægt að fá lyfseðil gegn tilvísun frá lækni.
Byrjað var að bólusetja gegn hlaupabólu með bóluefninu Varilrix eða Varivax árið 2019 og er gefið við 18 mánaða og 2,5 árs aldur.
Bóluefni gegn rótarveiru er valkvæð. Notað er bóluefnið Rotarix sem er ætlað börnum og fæst lyfið gegn tilvísun frá lækni.
Bóluefnið er notað gegn uppköstum og niðurgangspest af völdum rótarveiru.
Bólusetning gegn stífkrampa er hluti af barnabólusetningum.
Bólusett er með samtengdu bóluefni sem heitir Pentavac við þriggja, fimm og tólf mánaða aldur. Bóluefnið er hluti af bólusetningu gegn barnaveiki, kikhósta, stífkrampa, mænusótt og Hib (gefið í einni sprautu).
Örvunarbólusetning er fyrst gefin við 4 ára aldur með bóluefninu Boostrix eða Repevax og aftur við 14 ára aldur með bóluefninu Boostrix polio.
Ráðlagt er að fá bóluefnið booztrix polio með 10 ára fresti eftir 14 ára aldur.
Bóluefni gegn stífkrampa er stundum gefið eftir bit af dýri eða ef sár er mengað af til dæmis jarðvegi.
Bólusetning gegn taugaveiki getur verið hluti af ferðamannabólusetningu.