Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Bólusetningar ferðamanna

Kaflar
Útgáfudagur

Almennt má segja að þau sem ferðast til Norðurlandanna, Vestur og Suður Evrópu, Kanada, Bandaríkjanna og Japan þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af alvarlegum sjúkdómum. Það skiptir þó máli hvað ferðamaðurinn er að gera í þessum löndum. Fólk sem ætla á vit náttúrunnar gætu þurft að huga að bólusetningu. Þau sem ferðast til landa utan þessara svæða þurfa að ráðfæra sig við starfsfólk heilsugæslunnar 2 til 3 mánuðum áður en lagt er upp í ferð til að meta hvort ástæða er til bólusetninga. 

Á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er að finna ítarlegar upplýsingar um útbreiðslu þeirra sjúkdóma sem unnt er að bólusetja gegn.

Einnig er notendavænt vefsvæði Centers for Disease Control and Prevention sem ferðalangar geta skoðað og slegið inn viðeigandi upplýsingar til þess að finna út hvaða bólusetninga er þörf.

Einstaklingar greiða sjálfir fyrir bólusetningar. Hægt er að sjá gjaldskrá hér.

Á netspjalli hér á síðunni getur þú fengið ráðleggingar um þær bólusetningar sem þarf, hyggir þú á ferðalög. Valið er ferðalög og bólusetningaráðgjöf inni á netspjalli heilsuveru og þá koma upp staðlaðar spurningar um ferðalagið. Þegar búið er að gefa upp allar upplýsingar þá kemur bólusetningaráætlun fram inni á mínum síðum Heilsuveru, eftir þrjá til fimm virka daga. Fólk fær tilkynningu þegar áætlun er tilbúin. Við gerð á bólusetningaráætlun er meðal annars tekið til skoðunar fyrri bólusetningar og tímalengd dvalar.

Bólusetningar ferðamanna:

Barnaveiki
  • Smitleiðir
    • Bakterían berst milli manna með dropa- eða úðasmiti frá öndunarfærum (t.d. hósta, hnerra eða hlátri sem síðan berst með höndum í slímhúðir munns eða nefs).
  • Bóluefni, lyfjagjöf og vörn
    • Bólusetning gegn barnaveiki er hluti af almennum bólusetningum barna.
    • Mælt með örvunarskammti á 10 ára fresti, fyrsta endurtekning við 24 ára aldur.
    • Annaðhvort gefið eitt og sér eða í sömu sprautu og bóluefni gegn kíghósta, mænusótt og stífkrampa.
  • Nánari upplýsingar um barnaveiki.
COVID-19
  • Smitleiðir
    • COVID-19 berst á milli manna með úðasmiti. Snertismit er einnig hugsanleg smitleið.
  • Bóluefni, lyfjagjöf og vörn
    • 5 ára og eldri.
    • 2 eða fleiri skammtar, breytilegt eftir bóluefni og aldri.
    • Óþekkt hvað vörn varir lengi.
  • Nánari upplýsingar um covid-19.
Hundaæði
  • Smitleiðir
    • Veiran berst með munnvatni sýktra spendýra, aðallega hunda. Smit berst í fólk við bit eða klór af sýktum dýrum, en einnig ef dýrin sleikja opin sár eða munnvatn þeirra kemst í nálægð við munn eða augu fólks.
  • Bóluefni, lyfjagjöf og vörn
    • Þrjár sprautur (0 - 7 - 28 degi) veitir árs vörn. 
    • Örvunarskammtur eftir eitt ár veitir 3 til 5 ára vörn. Eftir það þarf örvunarskammt á 3 til 5 ára fresti.
  • Nánari upplýsingar um hundaæði.
Japönsk heilabólga
  • Smitleiðir
    • Japönsk heilabólga er moskítóborin veirusýking sem getur valdið alvarlegum einkennum.
  • Bóluefni, lyfjagjöf og vörn
    • Full bólusetning tvær spautur með amk. 28 daga millibili.
    • Gefa þarf örvunarskammt á 10 ára fresti til að viðhalda vörninni.
    • Nánari upplýsingar um japanska heilabólgu.
Kíghósti
  • Smitleiðir
    • Smit berst milli manna með úða frá öndunarfærum (t.d. með hnerra eða hósta). 
  • Bóluefni, lyfjagjöf og vörn
    • Bólusetning gegn kíghósta er hluti af almennum bólusetningum barna.
    • Mælt með örvunarskammti á 10 ára fresti, fyrsta endurtekning við 24 ára aldur.
    • Annaðhvort gefið eitt og sér eða í sömu sprautu og barnaveiki, mænusótt og stífkrampi.
  • Nánari upplýsingar um kíghósta.
Kólera
  • Smitleiðir
    • Bakterían berst með menguðu vatni og matvælum í smáþarmana og veldur miklum vatnskenndum niðurgangi. Eiturefnin sem bakterían gefur frá sér hefur slæm áhrif á slímhúð þarma.
  • Bóluefni, lyfjagjöf og vörn
    • Lyfseðilsskylt. Bóluefnið er drykkur.
    • 3 skammtar (2-5 ára) með viku millibili
    • 2 skammtar (5 ára og eldri) með viki millibili
    • Veitir 2ja ára vörn
  • Nánar upplýsingar um kóleru.
Lifrarbólga A
  • Smitleiðir
    • Lifrarbólga A er veirusýking sem smitast með saursmiti eða með því að neyta matar eða drykkjar sem er mengaður af saur einstaklings sem er með veiruna. Þetta getur gerst ef smitaður einstaklingur gætir ekki að handþvotti eftir salernisferð og handleikur svo matvæli sem aðrir neyta.
  • Bóluefni, lyfjagjöf og vörn
    • Tvær sprautur með 6 mánaða millibili veita ævilanga vörn.
    • Annaðhvort gefið eitt og sér eða í sömu sprautu og lifrarbólga b.
  • Nánari upplýsingar um lifrarbólgu A.
Lifrarbólga B
  • Smitleiðir
    • Lifrarbólga B er veirusýking sem berst með blóði eða öðrum líkamsvessum milli einstaklinga. Sjúkdómurinn getur smitast þegar nálum er deilt, við stunguslys eða við notkun rakvéla eða tannbursta frá sýktum einstaklingi. Einnig getur sjúkdómurinn smitast við samfarir án smokks.
  • Bóluefni, lyfjagjöf og vörn
    • Þrjár sprautur (0 – 1 – 6 mánuðir) veitir ævilanga vörn
    • Annaðhvort gefið eitt og sér eða í sömu sprautu og lifrarbólga a.
  • Nánari upplýsingar um lifrarbólgu b.
Malaría
  • Smitleiðir
    • Malaría berst með biti moskítóflugu en smit á sér ekki stað manna á milli.
  • Bóluefni, lyfjagjöf og vörn
Meningókokkar

Árið 2002 hófst bólusetning gegn Meningókokkum C. Einstaklingar fæddir 1983 og yngri eru bólusett.

Frá 2023 er bólusett gegn fjórum hjúpgerðum, A, C, W og Y, við 12 mánaða aldur. Bólusetningin hindrar hins vegar ekki sýkingar af völdum annarra meningókokka.

Mýgulusótt
  • Smitleiðir
    • Moskítóflugur bera veiruna í fólk með biti.
  • Bóluefni, lyfjagjöf og vörn
    • 9 mánaða - 60 ára. Möguleiki á gefa efnið börnum 6 til 9 mánaða og fólki eldra en 60 ára að undangengnu mati læknis.
    • Ein bólusetning að minnsta kosti 10 dögum fyrir brottför
    • Veitir ævilanga vörn.
  • Nánari upplýsingar um mýgulusótt.
Mítilborin heilabólga
  • Smitleiðir
    • Sjúkdómurinn smitast með biti skógarmítils.
  • Bóluefni, lyfjagjöf og vörn
    • Grunnbólusetning er 3 sprautur. Veitir 3ja ára vörn. 
      • Skammtur eitt
      • Skammtur tvö: 1-2 mánuðum síðar 
      • Skammtur þrjú: 5-12 mánuðum eftir nr. 2

Nánari upplýsingar um mítilborna heilabólgu

Nánari upplýsingar um skógarmítil

Mænusótt
  • Smitleiðir
    • Mænusóttarveiran er mjög smitandi og getur borist í menn með úðasmiti, til dæmis með hnerra en einnig með saurmengun í drykkjarvatni og mat.
  • Bóluefni, lyfjagjöf og vörn
    • Bólusetning gegn mænusótt er hluti af almennum bólusetningum barna.
    • Mælt með örvunarskammti á 10 ára fresti, fyrsta endurtekning við 24 ára aldur.
    • Annaðhvort gefið eitt og sér eða í sömu sprautu og barnaveiki, kíghósti og stífkrampi.
  • Nánari upplýsingar um mænusótt.
Stífkrampi
  • Smitleiðir
    • Stífkrampabakteríur komast inn í líkamann um skurði, rispur eða sár á húðinni.
  • Bóluefni, lyfjagjöf og vörn
    • Bólusetning gegn stífkrampa er hluti af almennum bólusetningum barna.
    • Mælt með örvunarskammti á 10 ára fresti, fyrsta endurtekning við 24 ára aldur.
    • Annaðhvort gefið eitt og sér eða í sömu sprautu og barnaveiki, kíghósti og mænusótt.
  • Nánari upplýsingar um stífkrampa.
Taugaveiki
  • Smitleiðir
    • Taugaveiki smitast auðveldlega milli manna í menguðu vatni og þar sem hreinlæti er takmarkað.
  • Bóluefni, lyfjagjöf og vörn
    • Fullorðnir og börn frá 2 ára aldri.
    • Gefin er ein sprauta sem veitir 40-50% vörn í 2 til 3 ár.
  • Nánari upplýsingar um taugaveiki.