Meningókokkasýking

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Heilahimnubólga og blóðsýking af völdum meningókokka baktería leiðir oftast til dauða ef ekki er brugðist skjótt við með greiningu og meðferð. Sjúkdómurinn er algengastur í börnum en getur komið fyrir á öllum aldri. Útbreiðsla hans er oft tilviljanakennd en hann getur stundum orðið að faraldri. Því er mikilvægt að fylgst sé náið með sjúkdómnum svo hægt sé að grípa til aðgerða ef fjöldi tilfella verður mikill.

Einkenni

Einkenni sjúkdómsins geta verið lúmsk og í upphafi líkst venjulegri kvefpest eða flensu.

Ungabörn veikjast oft með ósértækum einkennum:

 • Minnkaðri meðvitund
 • Ertingu
 • Höfnun á fæðu
 • Ógleði eða niðurgangi
 • Hita

Sértæk einkenni:

 • Hnakkastífleiki eða bungun á hausamótum ef þau eru enn opin
 • Punktblæðingar (eða marblettir) sem lýsast ekki ef þrýstingi er beitt á þær

Síðkomin einkenni:

 • Hátóna skrækir
 • Meðvitundarleysi
 • Höfuð fett aftur
 • Lost
 • Útbreiddir marblettir og blæðingar í húð

Hjá eldri börnum og fullorðnum eru ósértæk einkenni:

 • Höfuðverkur
 • Ógleði
 • Bak- og liðverkir

Sértæk einkenni:

 • Hnakkastífleiki
 • Ljósfælni
 • Ruglástand
 • Punktblæðingar eða marblettir

Heilahimnubólgu eða blóðsýkingu skal alltaf hafa í huga hjá barni með óútskýrðan hita og áberandi veikindi. Hnakkastífleiki er ekki alltaf til staðar og er því mikilvægt að líta eftir húðblæðingum eða marblettum.

Ef saman fer hiti og húðblæðingar þarf sjúklingur að komast á spítala án tafar.

Meðferð

Nauðsynlegt er að meðhöndla sjúklinga með meningókokkasjúkdóm sem fyrst á sjúkrahúsi með sýklalyfjum. Þrátt fyrir öflugar nútímalækningar er dánartala sjúkdómsins há eða tæp 9% hér á landi.

Þegar einstaklingur greinist með alvarlega meningókokkasýkingu geta einstaklingar í nánasta umhverfi þurft á fyrirbyggjandi lyfjagjöf að halda

Forvarnir

Bólusett er fyrir Meningókokkum C. Bólusetningin hindrar hins vegar ekki sýkingar af völdum
annarra meningókokka.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.