Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Um vefinn

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Heilsuvera.is

Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Inn á mínum síðum er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá.

Heilsuvera er vefur í sífelldri þróun. Fyrsti hluti hans, mínar síður, var opnaður 9. október 2014. Þekkingarhluti vefsins leit dagsins ljós 3. nóvember 2016. Netspjall varð möguleiki frá 20. desember 2017 og þjónustuvefsjá fór í loftið 31. október 2018.

Heilsuvera var í byrjun samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Í maí 2022 bættist Landspítalinn inn í þetta samstarf.

Markmið síðunnar er að koma á framfæri til almennings áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu, áhrifaþætti heilbrigðis, sjúkdóma, frávik og einkenni.

Fjölmargir sérfræðingar og leikmenn hafa lagt okkur lið með skrifum, yfirlestri, ábendingum og góðum ráðum. Við kunnum þeim öllum bestu þakkir fyrir.

Mínar síður eru á ábyrgð Embættis landlæknis en ytri vefurinn á ábyrgð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Hér má lesa persónuverndarstefnu Heilsuveru.

Verkefnið hefur hlotið styrk frá Lýðheilsusjóði.