Heilsuvera.is

Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Inn á mínum síðum er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá.

Heilsuvera er vefur í sífelldri þróun. Fyrsti hluti hans, mínar síður var opnaður, 9. október 2014, þekkingarhluti vefsins leit dagsins ljós 3. nóvember 2016, netspjall varð möguleiki frá 20. desember 2017 og þjónustuvefsjá fór í loftið 31. október 2018.

Heilsuvera er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Markmið síðunnar er að koma á framfæri til almennings áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis. Fjölmargir sérfræðingar og leikmenn hafa lagt okkur lið með skrifum, yfirlestri, ábendingum og góðum ráðum. Við kunnum þeim öllum bestu þakkir fyrir.

Hér má lesa persónuverndarstefnu Heilsuveru.

Verkefnið hefur hlotið styrk frá Lýðheilsusjóði.

Ritstjórn vefsins skipa:

Frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins: 
Margrét Héðinsdóttir, vefstjóri Heilsuveru
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar

Frá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu:
Sesselja Guðmundsdóttir, sviðsstjóri ung- og smábarnaverndar

Frá sviði áhrifaþátta heilbrigðis, Embætti landlæknis:
Rafn M. Jónsson, verkefnastjóri
Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur

Frá sviði heilbrigðisupplýsinga, Embætti landlæknis:
Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnisstjóri 
Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri rafrænnar sjúkraskrár

Frá sviði eftirlits og gæða, Embætti landlæknis:
Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri