Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Þegar börnin veikjast

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Það kemur að því í lífi allra barna að þau veikjast. Allt í einu fá þau kvef eða hita og foreldrar fá nýja áskorun. 

Þegar börn byrja hjá dagmóður eða í leikskóla komast þau í tæri við bakteríu- og veiruflóru sem þau þekktu ekki áður og algengt er að þau sýkist af þeim og sum eru oft veik fyrsta árið. Um tveggja ára aldurinn fara þau að mynda mótefni við þessum sýkingum sem ver þau svo í framtíðinni.

Veik börn þurfa ró og næði og eiga rétt á því að dvelja heima þegar þau eru veik. Í mörgum tilvikum eru veik börn smitandi og þá er betra að vera heima. 

Hér er stutt samantekt um algengustu smitsjúkdóma barna, hvenær þau eru smitandi og hvenær er óhætt að þau fari aftur til dagmóður eða í skólann.

Augnsýking

Meðgöngutími sjúkdóms:

1-3 dagar

Smithætta:

Smithætta er mest síðustu 24 tímana áður en einkenni koma fram. Á meðan augað er rautt og umgjörðin bólgin eða gröftur í auganu er smithætta.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þegar barnið er hitalaust og líður vel. 

Hér er nánari umfjöllun um augnsýkingar.

Eyrnabólga

Smithætta:

Staðbundin miðeyrabólga er ekki smitandi.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þegar barnið er hitalaust og líður vel.

Hér er nánari umfjöllun um eyrnabólgu.

Covid-19

Meðgöngutími sjúkdóms:

2-14 dagar en algengast er 4-5 dagar

Smithætta:

Smithætta er frá því að barnið er útsett fyrir smiti þar til nokkrum dögum eftir að einkenni sjúkdómsins eru horfin.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þegar að barnið einkennalaust og líður vel.

Hér er nánari umfjöllun um covid-19.

Fimmta veikin

Meðgöngutími sjúkdóms:

1-2 vikur

Smithætta:

Nokkrum dögum áður en útbrot koma fram.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þegar barnið er orðið hitalaust og líður vel.

Fimmta veikin getur verið varasöm fóstri á fyrstu 12 vikum meðgöngu, því skal gæta varúðar hjá barnshafandi konum.

Frauðvörtur/flökkuvörtur

Meðgöngutími sjúkdóms:

1 vika til 6 mánuðir

Smithætta:

Á meðan vörtur sjást er smithætta. Smithættu lýkur þegar meðferð er hafin.

Hvenær má barnið mæta í skóla eða til dagforeldris?

Engin takmörk á skólasókn.

Hér er nánari umfjöllun um frauðvörtur.

Frunsa

Meðgöngutími sjúkdóms:

1-12 dagar

Smithætta:

Smithætta er á meðan blöðrur eru að myndast og þar til þær hafa þornað upp.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þegar barnið er hitalaust og líður vel. 

Hér er nánari umfjöllun um frunsu.

Hand-, fót-, og munnsjúkdómur

Meðgöngutími sjúkdóms:

3-8 dagar 

Smithætta:

Allt frá nokkrum dögum áður en einkenni koma fram og þangað til að útbrot eru horfin.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þegar barnið er hitalaust og líður vel og útbrot eru í rénun.

Hér er nánari umfjöllun um hand-, fót-, og munnskjúkdóm.

Hlaupabóla

Meðgöngutími sjúkdóms:

10-21 dagar 

Smithætta:

Allt að þremur dögum áður en útbrot koma fram og þar til allar bólur hafa sprungið og þornað upp. 

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þega allar útbrotsblöðrur hafa skorpað og engar nýjar birtast.

Hér er nánari umfjöllun um hlaupabólu.

Inflúensa

Meðgöngutími sjúkdóms:

1-5 dagar 

Smithætta:

Einum sólahring áður en einkenni byrja þar til að barnið er einkenna- og hitalaust.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þegar að barnið hefur verið hitalaust í 1 til 2 sólarhringa án hitalækkandi lyfja og líður vel. 

Hér er nánari umfjöllun inflúensu

Kossageit

Meðgöngutími sjúkdóms:

1-3 dagar 

Smithætta:

Þegar að vökvi lekur frá sárum og þangaði til að sárin orðin þurr og skorpan dettur af, eða eftir sólarhing á sýklalyfjum. 

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þegar sárin eru gróin og skorpurnar detta af eða eftir sólarhring á sýklalyfjum.

Hér er nánari umfjöllun kossageit. 

Kvef

Meðgöngutími sjúkdóms:

1-7 dagar

Smithætta:

Frá sólarhring áður en einkenni koma fram þar til 5 dögum eftir að einkenna verður vart.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þegar barnið er hitalaust og líður vel. 

Hér er nánari umfjöllun um kvef.

Lús

Meðgöngutími sjúkdóms:

2-8 vikur

Smithætta:

Smithætta er til staðar frá smit þar til meðferð er hafin.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þegar meðferð er hafin.

Hér er nánari umfjöllun um höfuðlús.

Mislingabróðir

Meðgöngutími sjúkdóms:

1-2 vikur

Smithætta:

Óþekkt á hvaða tímabili smithætta er.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þegar barnið er hitalaust og líður vel. 

Niðurgangur og/eða uppköst

Meðgöngutími sjúkdóms:

Mismunandi eftir sýkingum oftast 1-5 dagar

Smithætta:

Börn eru smitandi frá upphafi einkenna þar til niðurgangur eða uppköst eru hætt.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þegar barnið er hitalaust og líður vel og uppköst og niðurgangur hafa hætt. 

Hér er nánari umfjöllun um niðurgang hjá börnum og ógleði og uppköst.

Noroveirusýking

Meðgöngutími sjúkdóms:

1-2 dagar

Smithætta:

Smithætta er frá því að einkenni koma fram og þar til tveimur sólarhringum eftir að niðurgangi og uppköstum líkur.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Tveimur sólarhringum eftir að niðurgangur og uppköst hætta og barnið er hitalaust og líður vel. 

Hér er nánari umfjöllun um noróveirusýkingar.    

Njálgur

Meðgöngutími sjúkdóms:

2-6 vikur

Smithætta:

Smithætta er frá 2 vikum eftir smit þar til meðferð er hafin.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Þegar meðferð er hafin.

Hér er nánari umfjöllun um njálg.

Hálsbólga af völdum streptókokka og skarlatssótt

Meðgöngutími sjúkdóms:

1-3 dagar

Smithætta:

Smithætta er frá smiti þar til einum sólarhring eftir að sýklalyfjameðferð er hafin.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Sólarhring eftir að sýklalyfjagjöf hefst eða sólarhring eftir barnið er orðið einkenna og hitalaust og líður vel. 

Hér er nánari umfjöllun um hálsbólgu.

Sveppasýking í húð

Meðgöngutími sjúkdóms:

Nokkrar vikur

Smithætta:

Mjög lítil almenn smithætta en hún er þó til staðar á meðan útbrot eru á húðinni.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Engin takmörk

Vörtur

Meðgöngutími sjúkdóms:

2-3 mánuðir

Smithætta:

Smithætta er lítil en hún er á meðan vörtur eru ómeðhöndlaðar.

Hvenær má barnið mæta aftur í skóla eða til dagforeldris?

Engin takmörk.