Hálsbólga er í um 90% tilvika af völdum veirusýkingar, í þeim tilfellum ætti hálsbólgan að læknast af sjálfu sér á u.þ.b. viku og oftast er óþarfi að leita til heilsugæslunnar. Hins vegar getur hálsbólga líka verið af völdum baktería sem nefnast streptókokkar en það er sjaldgæfara eða í um 10% tilfella. Þá er æskilegt að leita til heilsugæslunnar og fá þar mat á hvort taka skuli sýklalyf til að vinna á sýkingunni.
Einkenni
Auk særinda í hálsi eru oft eftirfarandi einkenni:
- Nefrennsli
- Hósti
- Hæsi
- Roði í augum
Fólk með streptókokka hálsbólgu hefur yfirleitt ekki hósta, nefrennsli eða roða í augum, heldur eru einkennin oftast:
- Hár hiti eða 38,5°C og yfir.
- Aumir/bólgnir eitlar á hálsi.
- Mjög sár verkur í hálsi.
- Hvítar skellur á hálskirtlum og bólginn úfur.
Auk særinda í hálsi eru oft eftirfarandi einkenni:
- Nefrennsli
- Hósti
- Hæsi
- Roði í augum
Fólk með streptókokka hálsbólgu hefur yfirleitt ekki hósta, nefrennsli eða roða í augum, heldur eru einkennin oftast:
- Hár hiti eða 38,5°C og yfir.
- Aumir/bólgnir eitlar á hálsi.
- Mjög sár verkur í hálsi.
- Hvítar skellur á hálskirtlum og bólginn úfur.
Hvað get ég gert?
- Taka verkjalyf sem fást í apótekum án lyfseðils.
- Gæta þess að drekka vel.
- Sumum finnst gott að fá sér heitt sítrónuvatn með hunangi.
- Taka minni en fleiri sopa ef sárt er að kyngja.
- Sumum finnst gott að fá raka, t.d. með að skrúfa frá heita vatninu inni á lokuðu baðherbergi.
Hvenær skal leita aðstoðar?
Ef þú hefur einkenni streptókokka hálsbólgu, sjá hér að ofan, er ráðlegt að leita til heilsugæslunnar.
Leitaðu til bráðamóttöku strax ef:
- Þú átt í vandræðum með andardrátt.
- Tungan eða hálsinn er orðin bólginn og heftir öndun.
- Þú getur ekki hreyft hálsinn eða opnað munninn.
Forvarnir
Þvoðu hendurnar oft með vatni og sápu.
Hvað á ég að vera lengi heima?
Ef þú ert með streptókokka hálsbólgu skaltu bíða þar til sólarhringur er liðinn frá fyrsta sýklalyfjaskammti. Þá eru mun minni líkur á að þú smitir aðra.
Ef þú ert með veiru hálsbólgu getur þú stundað þína vinnu eða skóla um leið og þú treystir þér til.
Börn ættu að fá að vera heima í einn sólarhring eftir að þau eru orðin hitalaus, áður en þau fara í skóla/leikskóla.