Almennt er talað um að börn séu komin með hita ef líkamshiti þeirra fer yfir 38°C.
Endaþarmsmælingin er talin nákvæmust. Áreiðanlegasta hitamælingin fæst ef börn eru í hvíld.
Helstu ástæður hita hjá börnum?
Algengustu ástæður fyrir hita hjá börnum eru:
- Kvef eða flensa
- Öndunarfærasýking
- Magapest
Börn geta líka fengið hita eftir bólusetningu.
Hvað get ég gert?
- Fylgist með hitanum á 2-4 tíma fresti.
- Haldið vökva að barninu. Börn eru oft lystarlaus þegar þau eru með hita. Leggið því meiri áherslu á að barnið drekki heldur en borði.
- Skapið rólegt og notalegt umhverfi fyrir barnið og leyfið því að hvílast þegar það vill, án þess þó að þvinga það til að hvílast.
- Hafið barnið í léttum og þægilegum fatnaði og notið lak í stað sængur.
- Gefa hitalækkandi lyf á 4-6 tíma fresti ef barninu líður illa. Til dæmis paracet eða panodil junior eftir aldri og þyngd barnsins. Skammtastærð miðast við þyngd barnsins og er 10-15 mg paracetamol á hvert kg líkamsþyngdar í senn, 1-4 sinnum á dag. Hiti er eðlilegt varnarviðbragð líkamans og því er óþarfi að gefa hitalækkandi lyf ef barninu líður ekki illa með hitanum það nærist og drekkur vel.
Paracetamól fyrir börn er til á tveimur lyfjaformum. Stílar og mixtúra.
Stílarnir eru í pakkningum sem eru 60 mg, 125 mg og 250 mg. Ekki er ætlast til að stílarnir séu hlutaðir niður. Eingöngu á að gefa heila stíla.
Þyngd barns Skammtur
Upp að 7kg 60 mg
8 til 11 kg 125 mg
12 til 15 kg 125+60 mg (tveir stílar)
16 til 20 kg 250 mg
21 til 24 kg 250+60 mg (tveir stílar)
Mixtúra sem er í styrknum 24mg/ml.
Þyngd barns Skammtur
5 kg ---------- 2,5 ml
6 kg ---------- 3,75 ml
7 kg ---------- 4,3 ml
8 kg ---------- 5 ml
9 kg ---------- 5,6 ml
10 kg --------- 6,25 ml
11 kg --------- 6,8 ml
12 kg --------- 7,5 ml
13 kg ---------- 8,1 ml
14 kg ---------- 8,75 ml
15 kg ---------- 9,3 ml
16 kg ---------- 10 ml
Lyfið Dolorin inniheldur einnig paracetamól en er ekki gefið í sömu skömmtum og panodil og paratabs. Fylgja skal fylgiseðli varðandi skammtastærðir.
Íbuprófen mixtúra er til í mismunandi styrkleikum, oft er mixtúran í styrknum 40 mg/ml. Alltaf ætti að nota paracetamol sem fyrsta lyf til að lækka hita en ef hiti er hár og paracetamol dugar ekki má bæta íbúprófíni við.
Áður en íbúprófin lyf er gefið ætti að hafa í huga að þetta lyf er ekki fyrir alla og ætti fólk að lesa vel fylgiseðil áður en lyfið er gefið. Barn þarf að hafa náð 7 kg þyngd til að mælt sé með að gefa íbúprófín.
Skammta skal gefa á u.þ.b. 6 til 8 klst. fresti 1-3 sinnum á dag.
Þyngd barns Skammtur
7 til 9 kg ----- 1,25 ml
10 til 15 kg ---- 2,5 ml
16 til 20 kg ---- 3,75 ml
21 til 30 kg ---- 5 ml
31 til 40 kg ----- 7,5 ml
Paracetamól fyrir börn er til á tveimur lyfjaformum. Stílar og mixtúra.
Stílarnir eru í pakkningum sem eru 60 mg, 125 mg og 250 mg. Ekki er ætlast til að stílarnir séu hlutaðir niður. Eingöngu á að gefa heila stíla.
Þyngd barns Skammtur
Upp að 7kg 60 mg
8 til 11 kg 125 mg
12 til 15 kg 125+60 mg (tveir stílar)
16 til 20 kg 250 mg
21 til 24 kg 250+60 mg (tveir stílar)
Mixtúra sem er í styrknum 24mg/ml.
Þyngd barns Skammtur
5 kg ---------- 2,5 ml
6 kg ---------- 3,75 ml
7 kg ---------- 4,3 ml
8 kg ---------- 5 ml
9 kg ---------- 5,6 ml
10 kg --------- 6,25 ml
11 kg --------- 6,8 ml
12 kg --------- 7,5 ml
13 kg ---------- 8,1 ml
14 kg ---------- 8,75 ml
15 kg ---------- 9,3 ml
16 kg ---------- 10 ml
Lyfið Dolorin inniheldur einnig paracetamól en er ekki gefið í sömu skömmtum og panodil og paratabs. Fylgja skal fylgiseðli varðandi skammtastærðir.
Íbuprófen mixtúra er til í mismunandi styrkleikum, oft er mixtúran í styrknum 40 mg/ml. Alltaf ætti að nota paracetamol sem fyrsta lyf til að lækka hita en ef hiti er hár og paracetamol dugar ekki má bæta íbúprófíni við.
Áður en íbúprófin lyf er gefið ætti að hafa í huga að þetta lyf er ekki fyrir alla og ætti fólk að lesa vel fylgiseðil áður en lyfið er gefið. Barn þarf að hafa náð 7 kg þyngd til að mælt sé með að gefa íbúprófín.
Skammta skal gefa á u.þ.b. 6 til 8 klst. fresti 1-3 sinnum á dag.
Þyngd barns Skammtur
7 til 9 kg ----- 1,25 ml
10 til 15 kg ---- 2,5 ml
16 til 20 kg ---- 3,75 ml
21 til 30 kg ---- 5 ml
31 til 40 kg ----- 7,5 ml
Hvenær skal leita aðstoðar?
Leitaðu til heilsugæslunnar ef:
- Hiti hefur varað í 3 sólarhringa og engin önnur einkenni til staðar
- Ef hiti lækkar ekki við hitalækkandi lyf
- Ef hitasveiflur eru miklar þrátt fyrir reglulega notkun hitalækkandi lyfja á 4 til 6 tíma fresti
- Gult hor/slím hefur verið samhliða hitanum í yfir 3 sólarhringa
- Barn er með langvinnan sjúkdóm, s.s. sykursýki, flogaveiki
- Barninu finnst sárt að pissa
- Blæðing, útferð eða verkir í leggöngum
- Uppköst, niðurgangur eða verkir í maga
- Verkur í eyrum, eða hálsi
- Barnið er með útbrot
Leitaðu til bráðamóttöku ef eftirfarandi einkenni koma fram:
- Barnið á erfitt með andardrátt
- Húð eða varir eru bláleitar
- Getur ekki kyngt, slefar mikið
- Fjólubláir eða blóðlitaðir litlir punktar eða doppur á húð barnsins
- Mikill höfuðverkur eða mikill magaverkur
- Krampar
- Útbrot, rauð tunga og stækkaðir eitlar á hálsi
- Barnið virðist mjög veikt, mjög slappt eða mjög pirrað
Leitaðu til bráðamóttöku ef hitinn (endaþarmsmæling) fer yfir eftirfarandi mörk:
- Hiti er yfir 38°C hjá börnum yngri en 3 mánaða
- Hiti nær 40°C hjá börnum 2-6 mánaða, eða þau eru með niðurgang eða uppköst
- Hiti er yfir 40°C og lækkar lítið þrátt fyrir hitalækkandi lyf
Leitaðu til bráðamóttöku ef merki eru um að barnið er að þorna:
- Minnkuð þvaglát, mjög dökkt þvag
- Ekki pissað eða bleytt bleyju í 4-6 klst hjá 0-3 mánaða börnum, 6-8 klst hjá 3-12 mánaða börnum og í 12 klst eða meira hjá 1 árs börnum og eldri
- Sokkin augu
- Þurr munnur og varir
- Grátur án tára