Fara á efnissvæði
Fara á efnissvæði

Mæði

Kaflar
Útgáfudagur

Mæði (e. dyspnea; Shortness of Breath) er tilfinningin að fá ekki nægt súrefni. Hún er eðlileg við mikla líkamlega áreynslu, t.d. hlaup eða þungar lyftingar, en telst óeðlileg ef hún kemur fram við létta hreyfingu eins og rólega gönguferð eða jafnvel í hvíld.

Mæði getur lýst sér á mismunandi hátt:

  • Andremmutilfinning eða þrýstingur yfir brjósti
  • Þörf fyrir dýpri eða hraðari andardrætti en venjulega
  • Tilfinning um að „ná ekki andanum“

Orsakir

Aðgreina má mæði eftir tímalengd:

  • Bráð mæði – Kemur skyndilega og getur bent til alvarlegra ástæðna
  • Langvinn mæði – Versnar yfir vikur og mánuði og tengist oft lungnasjúkdómum, hjarta- og æðasjúkdómum eða lélegu líkamlegu ástandi

Dæmi um orsakir:

Hjarta- og æðakerfi - Gáttatif, hjartabilun, hjartaáfall, blóðtappi í lungum. Blóðtappi í bláæðum getur færst upp í lungu.

Lungu og öndunarfæri - Astmi, langvinn lungnateppa, lungnabólga, samfall á lunga, lungnakrabbamein, ofnæmiskast, aðskotahlutur eða sýking í öndunarvegi

Efnaskipti og eitranir - Blóðleysi, blóðeitrun, ketónblóðsýring, lyfjaaukaverkanir / lyfjaeitrun

Lífstílsþættir - Offita, ofþyngd, lélegt líkamlegt ástand og reykingar -

Andleg líðan – Kvíði, þunglyndi og langvarandi streita

Taugakerfi - Heilablóðfall, taugavöðvasjúkdómar

Beinagrind og brjóstkassi - Verkir eða stífleiki í brjóstkassa

Meðganga Eðlileg meðganga eða fylgikvillar hennar

Hvað get ég gert?

Hvað þú getur gert fer eftir orsök mæðinnar:

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leita til heilsugæslu ef:

  • Mæði við létta hreyfingu eða í hvíld
  • Mæði sem versnar smám saman yfir viku eða daga
  • Mæðin kemur þegar þú liggur
  • Mæði og bjúgur á báðum fótum
  • Mæði og hósti lengur en þrjár vikur
  • Hjartsláttaróregla (of hraður, of hægur, sleppir slögum)

Leita til bráðamóttöku ef:

  • Mæðin kemur skyndilega eða versnar hratt í hvíld
  • Brjóstverkur sem leiðir jafnvel fram í handlegg, bak, háls eða kjálk
  • Svimi eða blámi er á vörum eða höndum
  • Blóðugur hósti eða froðukenndur uppgangur
  • Erfitt með að tala í heilum setningum - þarf að anda á milli orða
  • Skyndilega ráðvilla eða minnkuð meðvitund kemur fram


Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku