Hjartabilun (e. Heart failure) er þegar afkastageta hjartans minnkar af einhverjum orsökum. Hjartað nær þá ekki að dæla nægilegu blóði til líkamans. Algengast er að sjúkdómurinn ágerist með hækkandi aldri.
Orsakir
Margir hjartasjúkdómar geta valdið hjartabilun en algengustu orsakirnar eru:
- Skemmd í hjartavöðva í kjölfar kransæðastíflu
- Hár blóðþrýstingur
- Hjartalokusjúkdómar
- Hjartavöðvasjúkdómar
- Hjartsláttartruflanir
- Meðfæddir hjartagallar
Einkenni
Í fyrstu geta einkenni komið einungis fram við mikla áreynslu en eftir því sem hjartabilunin þróast koma einkenni fram við sífellt minni áreynslu.
Algeng einkenni:
- Andþyngsli
- Fótabjúgur, getur verið betri á morgnana og aukist þegar líður á daginn
- Svimi og yfirlið
- Þreyta og magnleysi
Önnur einkenni:
- Bjúgur annarsstaðar en á fótum t.d. þan á hálsbláæðum, vökvi á lungum
- Breyting á matarlyst
- Breytingar á þyngd, þyngdar aukning eða þyngdartap
- Hósti í lengri tíma, getur verið verri á kvöldin
- Hækkaður- , þungur- eða óreglulegur hjartsláttur
- Kvíði og/eða depurð
- Óeðlileg öndunarhljóð
- Uppþemba
- Óáttun eða skerðing á hugrænni starfsemi
Algengi
- Árlega greinast um 5-10 einstaklingar með hjartabilun
- Algengast er að hún komi fram með hækkandi aldri en hún getur greinst á hvaða aldri sem er
- Karlar greinast oftar með hjartabilun
Orsök
Helstu orsakir:
- Háþrýstingur
- Kransæðasjúkdómur
Aðrar mögulegar orsakir eru:
- Hjartavöðvabólga eða aðrir hjartavöðvakvillar
- Hjartalokusjúkdómar
- Hjartsláttartruflanir
- Lungnaháþrýstingur
- Meðfæddir hjartagallar
Greining
- Blóðprufa
- Hjartalínurit
- Hjartaómun
- Röntgenmyndataka
- Sjúkrasaga
Meðferð
Hjartabilun er langvinnur sjúkdómur og yfirleitt þarf lyfjameðferð ævilangt. Lyfjameðferð getur haft mjög góð áhrif á þann hátt að halda einkennum niðri í lengri tíma en slík meðferð er oftast samsett af lyfjum sem hafa áhrif á virkni hjartans og æðakerfisins.