Svimi

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Svimi er þegar einstaklingur upplifir falska skynjun á hreyfingu. Svimi lýsir sér stundum eins að umhverfið snúist, það sé erfitt að halda jafnvægi eða yfirliðstilfinning. Oftast gengur þetta ástand hratt yfir og er sjaldnast hættulegt, en getur verið óþægilegt.  

Orsakir

Orök svima getur verið margskonar t.d.

 • Aukaverkun af lyfjum
 • Einkenni frá innra eyra t.d. hreyfing á kristöllum, sýking og/eða vökvasöfnun
 • Hjarta- og æðasjúkdómar
 • Járnskortur
 • Kvíði
 • Lágur blóðsykur
 • Lágþrýstingur
 • Mígreni
 • Taugasjúkdómar
 • Vöðvabólga í hálsi og herðum
 • Vökvaskortur

Einkenni

Svimi er algengt einkenni meðal fólks en upplifun svima getur verið mismunandi eftir orsökum hans

Umhverfið er á hreyfingu

Orsök: T.d. hreyfing á kristöllum, mikill vökvi eða sýking í innra eyra

Sundl (Yfirliðstilfinning)

Orsök: T.d. lágþrýstingur, vökva- og/eða blóðsykurskortur  

Óstöðugleiki

Orsök: T.d. aukaverkun af lyfjum

Höfuðþyngsli

Orsök: T.d. vöðvaspenna eða mígreni

 • Svimi getur einnig verið einkenni taugasjúkdóma
 • Ef þú hefur önnur einkenni geta þau gefið til kynna orsök svima
 • Svimi getur horfið þegar önnur einkenni eru meðhöndluð t.d. mígreni eða lágþrýstingur 

Hvað get ég gert?

Yfirleitt lagast svimi án inngripa en þegar hann er til staðar er mælt með að:

 • Leggjast niður ef mikill svimi
 • Rólegar hreyfingar, standa varlega upp
 • Hvílast
 • Drekka vökva
 • Forðast kaffi og áfengi

Hvenær skal leita aðstoðar?

 • Þú hefur áhyggjur
 • Heyrnarskerðing fylgir í kjölfarið
 • Máttminnkun er í andliti eða limum
 • Mikill höfuðverkur kemur í kjölfarið
 • Sjónskerðing fylgir í kjölfarið
 • Svimi fer ekki eða er endurtekinn
 • Þú varðst fyrir höfuðáverka

Finna næstu heilsugæslustöð og bráðamóttöku hér

 

 

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.