Aukaverkanir eru áhrif sem lyf hafa umfram þau sem lækna sjúkdóm eða slá á einkenni hans.
Hægt er að kynna sér aukaverkanir lyfja í fylgiseðli. Ef þú finnur fyrir aukaverkunum eða einhverjum óeðlilegum breytingum má leita upplýsinga í apótekum eða á netspjallinu á heilsuvera.is
Lyfjafræðingar í apótekum svara almennum fyrirspurnum um lyf. Hvort sem það varðar aukaverkanir, skammtastærðir eða milliverkun við önnur lyf.
Öll lyf geta valdið aukaverkun. Lyfjameðferð byggist því á því að ávinningur lyfjameðferðar sé meiri en áhættan.
Einkenni sem geta bent til aukaverkunar
- Svimi/óstöðugleiki/byltuhætta
- Þreyta/slæfði/örmagna
- Svefntruflanir/martraðir
- Kviðverkir/brjóstverkir
- Höfuðverkur
- Depurð
- Áhyggjur/kvíði
- Pirringur
- Minnistruflanir
- Léleg matarlyst
- Munnþurrkur
- Ógleði/uppköst
- Niðurgangur
- Hægðatregða
- Breyting á hjartslætti
- Bjúgur á fótum/ökklum
- Mæði
- Tíð þvaglát/þvagleki
- Kláði/útbrot