Kviðverkur (e. stomach ache) er algengt einkenni hjá börnum og fullorðnum. Orsakir geta verið margvíslegar og geta önnur einkenni sem fylgja sagt til um alvarleika kviðverks.
Helstu ástæður kviðverkja
Hægðatregða: Ein algengasta orsök kviðverkja.
Sýkingar: Bakteríu- og/eða veirusýkingar geta orsakað kviðverki. Kviðverkjunum geta fylgt ógleði, uppköst og/eða niðurgangur.
Bakflæði: Magasýrur fara úr maganum upp vélindað og valda ónotum.
Vandamál í meltingarfærum: Fæðan nær ekki að ferðast með venjulegum hætti í gegnum meltingarveginn, t.d. vegna stíflu, bólgu eða lömunar í þörmum.
Mataróþol eða ofnæmi: Ákveðnar fæðutegundir innihalda ofnæmisvaka sem einstaklingar með ofnæmi skynja sem hættulegt efni. Þessu getur fylgt t.d. kviðverkir, uppþemba og niðurgangur.
Kvíði og streita: Eitt af einkennum kvíða og streitu getur verið kviðverkir.
Þvagfæri og nýru: Þvagfærasýking og nýrnasteinar gera valdið verkjum. Þvagfærasýkingu fylgir oft sviði, verkir og/eða tíð þvaglát. Sýkingin getur gengið upp í nýru og valdið verulegum veikindum oft með hiti. Með nýrnasteinum fylgja miklir kviðverkir sem geta leitt aftan í bak, síðu eða nára.
Sjúkdómur í meltingarvegi: Til dæmis Crohn's eða ristilbólga eða sáraristilbólga.
Lyf: Kviðverkir eru nokkuð algeng aukaverkun lyfja.
Áfengi: Mikil áfengisneysla getur orsakað kviðverki, ógleði og uppköst.
Reykingar og nikótín notkun: Mikil notkun á tóbaki og nikótíni getur orsakað kviðverki, ógleði og uppköst.
Kynsjúkdómar: Kviðverkir oftast neðarlega í grindarholi.
Sjúkdómar í innri kynfærum kvenna: T.d. blöðrur á eggjastokkum, legslímuflakk eða tíðarblæðingar.
Aðrir kvillar: T.d. kviðslit, magasár, magabólga, æxlisvöxtur, botnlangabólga eða gallblöðrubólga.
Greining
Greining fer eftir einkennum kviðverkja og sjúkrasögu einstaklings.
Rannsóknir sem gerðar eru geta t.d. verið: Blóðprufa, saursýni, þvagsýni, þungunarpróf, ómskoðun, maga- og/eða ristilspeglun, röntgenmynd, tölvusneiðmynd eða segulómun.
Hvað get ég gert?
• Hvíla þig og drekka vatn
• Forðast sterka og súra fæðu
• Tyggja matinn vel
• Takmarka áfengis- og tóbaksneyslu
• Stunda reglulega hreyfingu
Hvenær skal leita aðstoðar?
Leita til heilsugæslunnar ef:
- Blóð er í hægðum eða svartar hægðir
- Niðurgangur í meira en viku, hjá börnum - hjá fullorðnum
- Sár verkur eða bólga í eistum eða pung
- Sársauki við að snerta kvið
- Sviði, tíð þvaglát
- Uppköst í meira en 2 sólarhringa
- Verkur er stöðugur eða endurtekinn
- Þyngdartap án áreynslu
Einnig skal leita til læknis ef þú hefur áhyggjur.
Leita til næstu bráðamóttöku ef:
- Blóðug eða korglituð uppköst
- Kviðverkir ásamt erfiðleikum með að kyngja
- Sár verkur kemur skyndilega og fer stigvaxandi
- Þvagteppa, nærð ekki að pissa
- Þú nærð ekki að losa loft eða hægðir
Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku.