Kynsjúkdómar

Kynsjúkdómar smitast við kynmök og stafa af örverum, eins og bakteríum og veirum eða lúsum. Kynsjúkdóma sem orsakast af bakteríum eða lúsum er oftast hægt að lækna með lyfjum. Aftur á móti eru kynsjúkdómar sem orsakast af veirum oftast ólæknandi og einungis hægt að draga úr einkennum og hindra framgang þeirra tímabundið. Algengustu kynsjúkdómar á Íslandi eru klamydía, kynfæraáblástur og kynfæravörtur. Sjaldgæfari eru lekandi, HIV og alnæmi, lifrarbólga B, Sárasótt, tíkómónas sýking, flatlús og kláðamaur.

Einkenni

Kynsjúkdómar geta valdið verkjum og sviða við þvaglát, útferð úr typpi eða leggöngum, slappleika og sárum á kynfærum.  Þessi einkenni koma þó ekki alltaf fram þó einstaklingur sé smitaður af kynsjúkdómi.  Helmingur þeirra sem fá kynsjúkdóm vita ekki að þeir eru smitaðir þar sem þeir finna ekki fyrir neinum einkennum. 

Smitleiðir

Kynsjúkdómar smitast milli einstaklinga við kynmök, þ.e. leggangamök, munnmök og endaþarmsmök.  Það eru veirur, bakteríur og sníkjudýr sem valda þessum sjúkdómum og berast á milli einstaklinga í gegnum slímhúðina sem er í leggöngum, endaþarmi og munni.  Einnig er hægt að smitast af kynsjúkdóm með óhreinum nálum og sýkt móðir getur smitað barn sitt við fæðingu eða brjóstagjöf.  Kynsjúkdómar smitast ekki af klósettsetum, sundlaugum, kossum eða faðmlagi. 

Til að fá kynsjúkdóm þarf annar aðilinn að vera smitaður. Fyrir þá sem stunda kynmök er eina vörnin gegn kynsjúkdómum að nota smokk. Hann minnkar líkurnar á að smitast en gerir lítið gagn nema hann sé rétt notaður. Fólk í nýjum samböndum sem haft hefur kynmök við aðra ætti að láta athuga hvort báðir eru lausir við kynsjúkdóm. Í parasambandi er óþarfi að nota smokk ef fólk treystir maka sínum. Ef upp kemur kynsjúkdómasmit í parasambandi er þriðji aðili í sambandinu. 

Hvað get ég gert?

Kynsjúkdómar eru þess eðlis að hægt er að draga stórlega úr líkum á að fá þá. Þeir smitast ekki með loftinu, handabandi, mat eða af salernum. Það þarf kynmök til. Því er mikilvægt að velja vel þá sem kynmök eru höfð við og nota smokkinn ef á þarf að halda.

Taktu ábyrgð

Hver og einn getur með ábyrgri hegðun haft mikil áhrif á hvort hann smitast af kynsjúkdómi. Það eru einkum þrír þættir sem hafa ber í huga

  • Notaðu smokkinn þegar þú hefur kynmök við þá sem þú þekkir lítið eða þá sem þú telur að hafi haft mök við marga.
  • Vandaðu valið á bólfélaga. það er ekki góð  hugmynd að heilsast með kynfærunum.
  • Ef þú velur að neytta áfengis hafðu það þá í hófi. Áfengisneysla slævir dómgreindina og eykur líkur á að þú gerir hluti sem þú hefði ef til vill ekki gert allsgáður. 

Hver og einn þarf líka að taka ábyrgð á því að smita ekki aðra. Það er einfalt að fara í kynsjúkdómatékk og fólk sem er að hefja nýtt samband ætti að gera það til að koma í veg fyrir að smita aðra af kynsjúkdómi.

Láttu kanna málið

Hafir þú haft kynmök við einhvern sem þú þekkir ekki vel eða treystir ekki getur þú farið til læknis og látið athuga hvort þú hafir smitast af kynsjúkdómi. Mestur hluti þeirra sem smitast eru einkennalausir en einnig geta einkenni komið í stuttan tíma og horfið svo. Sjúkdómurinn er þó ekki farinn.

Margir hafa á tilfinningunni að eitthvað gæti verið að án þess að geta bent á ákveðin einkenni. Ef um það er að ræða er um að gera að hafa samband á næstu heilsugæslustöð og ræða við lækni eða hjúkrunarfræðing og fá leiðbeiningu um framhaldið. Oftast er byrjað á að fá þvagprufu, blóðprufu og gera skoðun. 

Hafir þú einkenni sem bent geta til kynsjúkdómasmits skaltu strax leita til læknis.

Finndu næstu heilsugæslustöð.

Meðferð

Meðferð kynsjúkdóma er þeim að kostnaðarlausu sem hana þurfa. Suma kynsjúkdóma er hægt að lækna með sýklalyfjum. Þetta á við um bakteríusýkingarnar til dæmis klamýdíu. Kláraðu lyfjaskammtinn ef þú hefur greinst með kynsjúkdóm. Þó einkennin séu farin þarf að klára sýklalyfjaskammtinn svo sjúkdómurinn fari.

Kynsjúkdómar sem orsakast af veirum er ekki hægt að lækna með lyfjum. Í sumum tilvikum eru til lyf sem draga úr hættu á að smita aðra og hemja framgang sjúkdómsins í líkamanum. Þau lyf þarf að taka alla ævi. Þetta á til dæmis við um HIV og alnæmi.

Gefðu upplýsingar

Samkvæmt íslenskum lögum er hverjum þeim sem greinist með kynsjúkdóm skylt að gefa upp nöfn þeirra sem hann kann að hafa smitað. Oftast geta menn valið um að hafa sjálfir samband við viðkomandi eða láta senda viðkomandi bréf þar sem nafn þess sem gaf upplýsingarnar kemur ekki fram.

Þeir sem greinast með kynsjúkdóm eru beðnir um að gefa upplýsingar um þá sem þeir hafa haft kynmök við síðustu 12 mánuði. Það er því ágætt að taka saman lista yfir þessa aðila og hafa með sér til læknisins. Óskað er eftir nafni, kennitölu, heimilisfangi og símanúmeri viðkomandi.

Kynsjúkdómar eru oft einkennalausir eða einkennalitlir. Algengustu sjúkdómana er auðvelt að lækna og þá hafa þeir ekki alvarlegar afleiðingar. Ef meðferð hins vegar dregst og sjúkdómurinn uppgötvast ekki geta afleiðingarnar orðið alvarlegar. Til þess að draga úr kynsjúkdómasmiti eins og hægt er og fækka alvarlegum afleiðingum þeirra er mikilvægt að gefa þessar upplýsingar.

Taktu ábyrgð

Hver og einn getur með ábyrgri hegðun haft mikil áhrif á hvort hann smitast af kynsjúkdómi. Það eru einkum þrír þættir sem hafa ber í huga

  • Notaðu smokkinn þegar þú hefur kynmök við þá sem þú þekkir lítið eða þá sem þú telur að hafi haft mök við marga.
  • Vandaðu valið á bólfélaga. það er ekki góð  hugmynd að heilsast með kynfærunum.
  • Ef þú velur að neytta áfengis hafðu það þá í hófi. Áfengisneysla slævir dómgreindina og eykur líkur á að þú gerir hluti sem þú hefði ef til vill ekki gert allsgáður. 

Hver og einn þarf líka að taka ábyrgð á því að smita ekki aðra. Það er einfalt að fara í kynsjúkdómatékk og fólk sem er að hefja nýtt samband ætti að gera það til að koma í veg fyrir að smita aðra af kynsjúkdómi.

Láttu kanna málið

Hafir þú haft kynmök við einhvern sem þú þekkir ekki vel eða treystir ekki getur þú farið til læknis og látið athuga hvort þú hafir smitast af kynsjúkdómi. Mestur hluti þeirra sem smitast eru einkennalausir en einnig geta einkenni komið í stuttan tíma og horfið svo. Sjúkdómurinn er þó ekki farinn.

Margir hafa á tilfinningunni að eitthvað gæti verið að án þess að geta bent á ákveðin einkenni. Ef um það er að ræða er um að gera að hafa samband á næstu heilsugæslustöð og ræða við lækni eða hjúkrunarfræðing og fá leiðbeiningu um framhaldið. Oftast er byrjað á að fá þvagprufu, blóðprufu og gera skoðun. 

Hafir þú einkenni sem bent geta til kynsjúkdómasmits skaltu strax leita til læknis.

Finndu næstu heilsugæslustöð.

Meðferð

Meðferð kynsjúkdóma er þeim að kostnaðarlausu sem hana þurfa. Suma kynsjúkdóma er hægt að lækna með sýklalyfjum. Þetta á við um bakteríusýkingarnar til dæmis klamýdíu. Kláraðu lyfjaskammtinn ef þú hefur greinst með kynsjúkdóm. Þó einkennin séu farin þarf að klára sýklalyfjaskammtinn svo sjúkdómurinn fari.

Kynsjúkdómar sem orsakast af veirum er ekki hægt að lækna með lyfjum. Í sumum tilvikum eru til lyf sem draga úr hættu á að smita aðra og hemja framgang sjúkdómsins í líkamanum. Þau lyf þarf að taka alla ævi. Þetta á til dæmis við um HIV og alnæmi.

Gefðu upplýsingar

Samkvæmt íslenskum lögum er hverjum þeim sem greinist með kynsjúkdóm skylt að gefa upp nöfn þeirra sem hann kann að hafa smitað. Oftast geta menn valið um að hafa sjálfir samband við viðkomandi eða láta senda viðkomandi bréf þar sem nafn þess sem gaf upplýsingarnar kemur ekki fram.

Þeir sem greinast með kynsjúkdóm eru beðnir um að gefa upplýsingar um þá sem þeir hafa haft kynmök við síðustu 12 mánuði. Það er því ágætt að taka saman lista yfir þessa aðila og hafa með sér til læknisins. Óskað er eftir nafni, kennitölu, heimilisfangi og símanúmeri viðkomandi.

Kynsjúkdómar eru oft einkennalausir eða einkennalitlir. Algengustu sjúkdómana er auðvelt að lækna og þá hafa þeir ekki alvarlegar afleiðingar. Ef meðferð hins vegar dregst og sjúkdómurinn uppgötvast ekki geta afleiðingarnar orðið alvarlegar. Til þess að draga úr kynsjúkdómasmiti eins og hægt er og fækka alvarlegum afleiðingum þeirra er mikilvægt að gefa þessar upplýsingar.

Þessi grein var skrifuð þann 01. febrúar 2017

Síðast uppfært 02. apríl 2019