Margir nota ýmis leiktæki til að auðga ástarlífið. Þessi tæki eru örugg ef þau eru notuð af skynsemi og þeim haldið hreinum. Sé það ekki gert geta hjálpartæki ástarlífsins valdið kynsjúkdómum á borð við klamidýu, syphilis, lekanda, kynfæraáblástur og HIV. Auk þess geta leiktæki ástarlífsins smitað fólk af lifrarbólgu B og C.
Komið í veg fyrir kynsjúkdómasmit með því að:
- Halda leiktækjunum hreinum - þvo þau eftir hverja notkun
- Tæki sem ætluð eru til að fara inn í leggöng eða endaþarm á að hylja með nýjum smokk fyrir hverja notkun.
- Ekki deila leiktækjum ástarlífsins með öðrum. Þetta er eins og með tannburstann hver á sinn eigin bursta.
Að þrífa leiktæki ástarlífsins
Það fer eftir því hvaða efni er í leiktækjum kynlífsins hvernig þau eru þrifin. Ef tækið þitt er með rafhlöðu er ekki víst að óhætt sé að þvo það með vatni og sápu. Sum tæki þarf að taka í sundur til að þrífa í öðrum tilvikum er mælt með að nota spritt til að þrífa tækin. Á öllum tækjum ættu að vera leiðbeiningar um þrif. Best er að ganga úr skugga um það þegar tækin eru keypt hvernig á að þrífa þau. Ef ekki eru leiðbeiningar um það ætti ekki að kaupa tækin. Öll kynlífstæki þarf að þrífa eftir hverja notkun. Ef þú notar sama tækið á mismunandi staði líkamans, eins og munn, leggöng og endaþarm, þarf að þrífa tækið á milli þessara staða.
Grunur um smit
Ef þú hefur grun um smit eða þarft einhver ráð hikaðu ekki við að leita aðstoðar á heilsugæslunni.