Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Brjóstverkur

Kaflar
Útgáfudagur

Brjóstverkur þarf ekki að þýða að þú sért að fá hjartaáfall. Ýmsar aðrar orsakir geta valdið brjóstverk, svo sem einkenni frá lungum, brjóstsviði, stoðkerfisvandamál eða kvíði. Hins vegar skal ávallt byrja á að útiloka bráðan kransæðasjúkdóm / hjartaáfall.

Leitaðu strax á næstu bráðamóttöku ef:

 • Þú færð mikinn brjóstverk og/eða brjóstverkurinn er nýtilkominn.
 • Þú finnur fyrir mæði samhliða brjóstverknum.
 • Verkurinn varir lengur en í nokkrar mínútur.
 • Verkurinn versnar þegar þú talar, gengur stiga eða reynir á þig.
 • Þú hefur áhyggjur af verknum.

Sumir fresta því að leita til læknis og vilja bíða og sjá hvort verkurinn lagist. En þá er meiri hætta á varanlegum skaða á hjartavöðvanum ef um hjartaáfall er að ræða.

Finna næstu bráðamóttöku eða heilsugæslustöð.

Er brjóstverkur eina einkenni hjartaáfalls?

Nei, þess vegna er einnig mikilvægt að fylgjast með öðrum einkennum. Fólk getur fengið hjartaáfall án þess að finna fyrir brjóstverk en það er algengara hjá konum, fólki með sykursýki og fólki sem er eldra en 60 ára.

Önnur einkenni hjartaáfalls

 • Verkur, seyðingur, þrýstingur eða þyngsli fyrir brjóstinu
 • Verkur, dofi eða óþægindi í efri hluta líkamans, s.s. í baki, handlegg, öxl, hálsi, maga eða kjálka/tönnum.
 • Ógleði, uppköst, uppþemba eða brjóstsviði.
 • Sviti og/eða kaldsveitt húð.
 • Hraður eða ójafn hjartsláttur.
 • Svimi eða yfirlið.

Mikilvægt er að fylgjast með þessum einkennum, ef þau vara í nokkrar mínútur eða þau koma fyrir aftur og aftur. 

Ef þú telur að þú getir verið að fá hjartaáfallhringdu þá strax í 112 og óskaðu eftir sjúkrabíl, ekki reyna að keyra á næstu bráðamóttöku.