Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Brjóstsviði

Kaflar
Útgáfudagur

Brjóstsviði (e. heartburn) eða nábítur er sviði yfir brjósti og upp í háls. Verkurinn versnar oft eftir máltíðir og eins við að beygja sig fram. Algengasta ástæða brjóstsviða er að magainnihald lekur úr maganum og upp í vélindað. Oftast er þetta meinlaust og ýmislegt hægt að gera til minnka líkur á brjóstsviða.

Hvað get ég gert?

Nokkur ráð sem geta hjálpað við brjóstsviða:

 • Brjóstsviðalyf er hægt að fá í apóteki án lyfseðils.
 • Forðast að borða 2-3 tímum fyrir svefn.
 • Forðast að beygja sig eða leggjast niður rétt eftir máltíðir.
 • Sofa með hærra undir höfðalagi.
 • Borða minni skammta oftar yfir daginn.
 • Forðast of þröng föt í mittið.
 • Forðast þær fæðutegundir sem valda helst brjóstsviða:
  • Kryddaður matur
  • Feitur matur
  • Áfengi
  • Kaffi
  • Súkkulaði
  • Sitrus ávextir (t.d. appelsínur og sítrónur)
  • Tómatar
  • Edik
  • Tóbak

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leitaðu til heilsugæslunnar á næsta sólarhring ef:

 • Brjóstsviðatöflur virka ekki á verkinn.
 • Verkurinn versnar eða kemur oftar.
 • Erfiðleikar eða sársauki við að kyngja.
 • Þyngdartap eða lystarleysi.

Leitaðu strax á bráðamóttöku ef brjóstsviðanum fylgja einhver af eftirfarandi einkennum:

 • Mæði og erfiðleikar með andardrátt.
 • Köld og þvöl húð.
 • Verkur í kjálka, öxlum, baki eða höndum.
 • Bláleitt eða grátt andlit, varir, eyrnasnepplar eða fingur.
 • Yfirlið.
 • Uppköst sem eru blóðug eða eins og kaffikorgur.

Finna næstu bráðamóttöku eða heilsugæslustöð.