Brjóstsviði

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Brjóstsviði (e. heartburn) eða nábítur er sviði yfir brjósti og upp í háls. Verkurinn versnar oft eftir máltíðir og eins við að beygja sig fram. Algengasta ástæða brjóstsviða er að magainnihald lekur úr maganum og upp í vélindað. Oftast er þetta meinlaust og ýmislegt hægt að gera til minnka líkur á brjóstsviða.

Hvað get ég gert?

Nokkur ráð sem geta hjálpað við brjóstsviða:

  • Brjóstsviðalyf er hægt að fá í apóteki án lyfseðils.
  • Forðast að borða 2-3 tímum fyrir svefn.
  • Forðast að beygja sig eða leggjast niður rétt eftir máltíðir.
  • Sofa með hærra undir höfðalagi.
  • Borða minni skammta oftar yfir daginn.
  • Forðast of þröng föt í mittið.
  • Forðast þær fæðutegundir sem valda helst brjóstsviða:
    • Kryddaður matur
    • Feitur matur
    • Áfengi
    • Kaffi
    • Súkkulaði
    • Sitrus ávextir (t.d. appelsínur og sítrónur)
    • Tómatar
    • Edik
    • Tóbak

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leitaðu til heilsugæslunnar á næsta sólarhring ef:

  • Brjóstsviðatöflur virka ekki á verkinn.
  • Verkurinn versnar eða kemur oftar.
  • Erfiðleikar eða sársauki við að kyngja.
  • Þyngdartap eða lystarleysi.

Leitaðu strax á bráðamóttöku ef brjóstsviðanum fylgja einhver af eftirfarandi einkennum:

  • Mæði og erfiðleikar með andardrátt.
  • Köld og þvöl húð.
  • Verkur í kjálka, öxlum, baki eða höndum.
  • Bláleitt eða grátt andlit, varir, eyrnasnepplar eða fingur.
  • Yfirlið.
  • Uppköst sem eru blóðug eða eins og kaffikorgur.

Finna næstu bráðamóttöku eða heilsugæslustöð.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.