Inflúensa

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Inflúensa (e. flu) er sýking af völdum veira og því virka sýklalyf ekki á inflúensu. Það eru til mismunandi inflúensur eins og hin árlega inflúensa, fuglaflensa og svínaflensa. Talað er um inflúensufaraldur þegar sjúkdómurinn smitast á milli manna og milli landa. Í daglegu tali er oft talað um flensu en það orð er líka oft haft um sýkingar í öndunarfærum sem ekki eru inflúensa.

Einkenni

 • Hiti hærri en 37,8°C.
 • Hósti.
 • Höfuðverkur og beinverkir (verkir í öllum líkamanum).
 • Hálsbólga og kvef eru sjaldgæfari einkenni í flensu en geta þó fylgt.

Smitleiðir

Til að forðast smit er mikilvægt að:

 • Þvo hendurnar oft með vatni og sápu.
 • Halda sig fjarri fólki sem er með inflúensu.
 • Láta bólusetja sig árlega gegn inflúensu á næstu heilsugæslustöð.

Hvað get ég gert?

 • Haltu þig heima og hvíldu þig.  Vertu heima þar til þú hefur verið einn sólarhring hitalaus og án hitalækkandi lyfja.
 • Drekktu vel af vatni.
 • Taktu hitalækkandi lyf sem þú færð í apóteki.
 • Þolinmæði, það tekur líkamann 1-2 vikur að jafna sig á inflúensu.

Hvenær skal leita aðstoðar?

 • Þú finnur fyrir andþyngslum.
 • Þú hefur verk fyrir brjósti eða maga.
 • Þig svimar eða finnur fyrir sljóleika.
 • Þú kastar mikið upp.

Finna næstu heilsugæslustöð.

Ef barn fær inflúensu

Sömu ráð eiga við sjúkdóminn hjá barni,

 • Halda barninu heima þar til það hefur verið hitalaust í sólarhring án hitalækkandi lyfja.
 • Gefa hitalækkandi lyf eftir þörfum.
 • Gæta þess að gefa barninu vel að drekka. Börn geta þornað fljótt með háan hita.

Farðu með barnið strax á næstu bráðamóttöku ef:

 • Barnið fer að anda hratt eða á erfitt með öndun.
 • Barnið fer að blána.
 • Barnið er ekki að drekka nóg,  pissar lítið og þvag er mjög dökkt.
 • Barnið á erfitt með að vakna og/eða þú nærð litlu sambandi við það.
 • Barnið lagast af inflúensunni en slær síðan niður aftur og fær hita eða hósta.
 • Barnið fær hita og útbrot.

Finna næstu bráðamóttöku eða heilsugæslustöð.

Ef ég er barnshafandi?

Ef þú ert barnshafandi skaltu alls ekki vera í nálægt fólki sem er með inflúensu.

Ef þú heldur að þú sért komin með sjúkdóminn skaltu hafa samband við ljósmóður eða heimilislækni sem þú ert hjá í mæðravernd.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.
Senda ábendingu til vefstjóra