Ofþornun

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Ofþornun á sér stað þegar vökvatap líkamans er meira en innbyrtur vökvi. Án meðferðar getur ástandið orðið alvarlegt.

Einkenni

  • Þorsti
  • Dökkt þvag með sterkri lykt
  • Minnkuð þvaglát
  • Sokkin augu
  • Svimi
  • Þreyta
  • Þurrar varir, tunga og munnur

Einnig geta einkenni hjá ungum börnum verið:

  • Dæld á hvirflinum
  • Grátur án tára
  • Syfja eða óeirð

Helstu orsakir

  • Heilabilun
  • Hreyfing í heitu veðri, mikil svitamyndun
  • Löng dvöl í sól (hitaslag)
  • Mikil áfengisdrykkja
  • Sykursýki
  • Þvagræsilyf

Auknar líkur eru á ofþornun í veikindum. Til dæmis þegar fólk er með:

Hvað get ég gert?

  • Auka vökvainntöku. Gott ef drykkirnir innihalda smá sykur og salt eins og íþróttadrykkir
  • Fara í svalt loft
  • Forðast áfengisneyslu
  • Forðast hita

Hvenær skal leita aðstoðar?

  • Einkenni fara ekki þrátt fyrir aukna vökvainntekt
  • Svimi fer ekki eða er endurtekinn
  • Hraður hjartsláttur eða öndun

Leitaðu á bráðamóttöku ef:

  • Skert meðvitund
  • Dökkt þvag, minnkuð þvaglát (færri bleiuskipti hjá börnum)
  • Grátur án tára
  • Dæld á hvirfli ungabarns

Finna næstu heilsugæslu eða bráðmóttöku hér.

Forvarnir

Regluleg vökvainntaka getur dregið úr líkum á ofþornun. Gott viðmið er að þvagið haldist ljós gulum lit.

Að hjálpa aðstandendum

Við getum hjálpað fólkinu í kringum okkur sem ekki hefur tilfinningu fyrir vökvainntöku sinni með því að

  • Fylgjast með vökvainntöku á matmálstímum
  • Gera vökvainntöku að félagslegri athöfn, eins og ,,fá sér te eða kaffibolla”
  • Bjóða fæðu með meiri vökvainnihaldi eins og til dæmis súpu eða safaríka ávexti
Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.