Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Andlitsgrímur

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Andlitsgrímur geta þjónað þríþættum tilgangi.

 • Grípa dropa sem koma úr öndunarvegi þess sem ber hana, svo þeir dreifist ekki um umhverfið
 • Verndað þann sem hana ber fyrir sýklum í andrúmslofti
 • Verndar þann sem hana ber fyrir loftmengun

Andlitsgrímu ætti skilyrðislaust að nota þegar unnið er með efni sem geta valdið heilsutjóni ef þeim er andað að sér. Sé fólk að meðhöndla slíkt í vinnu sinni gilda um það reglur um notkun persónuhlífa sem finna má á vef Samtaka Atvinnulífsins.

Andlitsgrímur í sóttvarnatilgangi

Gríma kemur aldrei í stað almennra sýkingavarna eins og handþvottar, almenns hreinlætis og vandaðra þrifa á flötum sem margir snerta.

Andlitsgrímur geta verið einnota eða margnota. Þær geta verið mjög mismunandi að gæðum og framleiddar til að nota í mismunandi tilgangi. Það fer eftir gerð grímunnar og því hvernig hún er notuð hvort hún þjónar hlutverki sínu sem sóttvörn.

Notkun andlitsgrímu í sóttvarnatilgangi getur verið gagnleg í eftirfarandi tilvikum:

 • Þegar þú ert með einkenni frá öndunarvegum og vilt koma í veg fyrir að smita aðra
 • Í aðstæðum þar sem mikill þéttleiki fólks er og þú vilt koma í veg fyrir að smitast eða smita aðra
 • Í návígi við einhvern sem er með hósta eða kvef, t.d. ef einhver í fjölskyldunni er veikur

Að setja upp andlitsgrímu

 • Smelltu böndunum á bak við eyrun og klemmdu grímuna yfir nef
 • Gríma þarf að hylja bæði nef og munn og falla vel að andlitinu
 • Þegar gríman er komin á andlitið á helst ekki að snerta hana ef það er gert þarf að spritta hendur á eftir

Að taka niður andlitsgrímu

 • Grímu á að taka af með því að toga í böndin aftan við eyrun
 • Einnota grímu á að henda í ruslið eftir að hún er tekin niður
 • Þvoðu eða sprittaðu hendurnar eftir að gríma hefur verið fjarlægð

Hvað þarf að varast? Hafðu í huga að:

 • Notaðu alltaf hreina eða nýja grímu
 • Rök og skítug gríma gerir ekkert gagn og getur aukið sýkingarhættu
 • Einnota gríma, sem notuð er oftar en einu sinni getur aukið sýkingarhættu
 • Einnota gríma dugar í 4 klst og styttra ef hún skemmist eða er orðin rök
 • Spritta þarf hendur hafi gríma í notkun verið snert með höndum
 • Margnota grímur þarf að þvo daglega
 • Margnota grímur þurfa af vera úr þéttu efni og þriggja laga ef þær eiga gagnast til að verjast smitum

Hvað smitast með dropum úr öndunarvegi?

Fjölmargar kvefveirur smitast með dropasmiti en einnig má nefna; Covid-19 og inflúensu.