Viðhald bólusetninga

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Almennt má segja að heilbrigðir fullorðnir einstaklingar undir sextugu þurfi ekki á bólusetningum að halda. Nema til að undirbúa ferðalög til landa þar sem þörf er á bólusetningum. 

Barnabólusetningar gegn stífkrampa, barnaveiki og mænusótt þarf að endurtaka á 10 ára fresti. 

60 ára og eldri eða fólk haldið langvinnum sjúkdómum ætti að láta bólusetja sig gegn inflúensu og lungnabólgu af völdum Pnemokokkabakteríunnar.

Á vef Embættis landlæknis er að finna góðar ráðleggingar um bólusetningar fullorðinna.

Á heilsugæslustöðvum má einnig fá leiðbeiningar og ráð varðandi bólusetningar eða á spjallinu hér á síðunni.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.