Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Parkinson

Kaflar
Útgáfudagur

Parkinson sjúkdómurinn er taugahrörnunarsjúkdómur og hefur áhrif á taugafrumur sem stjórna hreyfingum. Algengast er að einkenni koma fram eftir 55 ára aldur en sjúkdómurinn getur greinst á öllum aldri. Ekki er til lækning við Parkinson en til eru ýmsar meðferðir og lyf sem geta dregið úr einkennum. 

Orsakir

Parkinsonssjúkdómurinn stafar af tapi á taugafrumum í heilanum sem framleiða taugaboðefnið dópamín. Dópamín gegnir mikilvægu hlutverki við að stjórna hreyfingum líkamans. Lækkun á dópamíni er ábyrg fyrir mörgum einkennum Parkinsonsveiki. Hvað veldur tapi þessara taugafrumna er óljóst en erfða- og umhverfisþættir hafa áhrif.

Um einn af hverjum hundrað einstaklingum eldri en 60 ára fær Parkinsonssjúkdóminn og er hann algengari hjá körlum.

Einkenni

Einkenni Parkinsonssjúkdómsins eru venjulega væg til að byrja með en stigmagnast svo eftir því sem sjúkdómurinn þróast áfram. Einkenni byrja oft á annarri hlið líkamans. Það er einstaklingsbundið hvaða einkenni fólk fær.

Einkenni sem hafa áhrif á hreyfigetu:

  • Hægar og stirðar hreyfingar
  • Jafnvægisleysi
  • Skjálfti
  • Vöðvastífleiki 

Önnur einkenni:

  • Blóðþrýstingstruflanir
  • Bráð eða tíð þvaglát 
  • Hægðatregða 
  • Fótaóeirð
  • Kvíði
  • Kyningarerfiðleikar
  • Kynlífsraskanir
  • Talerfiðleikar
  • Tapað lyktarskyn 
  • Þunglyndi
  • Þyngdartap
  • Skert minni og einbeiting
  • Svefntruflanir
  • Verkir 

Meðferð

Meðferð er einstaklingsbundin og fer til dæmis eftir einkennum, aldri, stigi sjúkdómsins og líkamlegri virkni. Alla jafna er notast við lyfjameðferð sem bætir upp dópamínskortinn sem sjúkdómurinn veldur. Lyfin eru talin bæta einkenni sjúkdómsins, hjálpa til við að draga úr vöðvastífleika, bæta hraða og samhæfingu hreyfinga og draga úr skjálfta, en lyfin hafa ekki áhrif á framgang sjúkdóms.

Hvað get ég gert?

  • Hugleiðsla, slökun, nudd og jóga
  • Hreyfing getur haldið einkennum niðri og hægt á hrörnuninni
  • Jafnvægisæfingar
  • Lyfjagjöf samkvæmt fyrirmælum læknis
  • Næringarríkt fæði
  • Reglulegur svefn
  • Taka inn D-vítamín og fylgjast með beinþéttni

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leita skal til heimilislæknis ef einkenni Parkinson eru til staðar.

Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku hér

Lifa með sjúkdóminn

Einkenni versna með tímanum og geta einnig verið mismikil milli daga og tíma dags. Það getur verið krefjandi að lifa með Parkinson en það er margt sem hægt er að gera til að viðhalda og bæta lífsgæði. 

  • Aðlagast einkennum sjúkdómsins
  • Stuðningur frá fjölskyldu, vinum og stuðningshópar hjálpa mörgum 
  • Upplýsa aðstandendur um líðan 
  • Viðhalda sveigjanlegu og jákvæðu hugarfari 
  • Fara árlega í bólusetningu gegn inflúensu og þeir sem eru yfir 60 ára aldur eiga að fá bólusetningu gegn lungnabólgu.

Hér er hægt að finna upplýsingar um réttindi við veikindi.