Afleiðingar ofbeldis á fullorðna

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Ofbeldi getur haft verulegar afleiðingar á heilsufar þolandans, bæði líkamlegt og sálrænt. Skömm og sektarkennd eru algengar tilfinningar. Þær geta hindrað þolendur í því að leita sér aðstoðar eða átta sig á umfangi vandans. Hversu mikil áhrifin verða, fer eftir:

  • Alvarleika. Því alvarlegra sem ofbeldið er, þeim mun meiri áhrif hefur það á líkamlega og sálræna heilsu.
  • Tíðni og tíma. Því oftar og því lengur sem ofbeldið varir þeim mun meiri áhrif hefur það á heilsuna.

Áhrif ofbeldisins vara í langan tíma eftir að ofbeldið hættir. Því er mikilvægt að sporna við öllu ofbeldi sem fyrst og leita hjálpar.

Áhrif á líkamlega heilsu

Líkurnar á ýmsum langvinnum líkamlegum heilsuvanda aukast. Þar má til dæmis nefna:

Auk þessa geta þolendur þurft að glíma við áverka vegna líkamlegs ofbeldis.

Áhrif á sálræna heilsu

Þolendur ofbeldis eru fjórum sinnum líklegri til glíma við geðröskun en þeir sem ekki hafa orðið fyrir ofbeldi. Helstu sálrænu afleiðingarnar ofbeldis eru:

Áhrif á meðgöngu

Ofbeldi á meðgöngu getur aukið tíðni margra meðgöngukvilla. Það getur meðal annars haft áhrif á:

  • Hækkaðan blóðþrýsting
  • Bjúg
  • Blæðingar
  • Ógleði
  • Uppköst
  • Þvagfærasýkingar
  • Fyrirburafæðingar
  • Léttburafæðingar
  • Fæðingar barna sem þurfa gjörgæslu.

Alvarlegri afleiðingar eins og fósturskaði, fósturlát og andvana fædd börn hafa einnig verið tengd ofbeldi. 

Fæðingarþunglyndi er 2-3 sinnum algengara hjá konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi á meðgöngu.

Nánar um ofbeldi á meðgöngu.

Fötlun og/eða örorka

Ofbeldi getur valdið fötlun og/eða skertri starfsgetu. En einnig er fatlað fólk og þá sértaklega fólk með þroskaskerðingu í aukinni áhættu á að verða fyrir ofbeldi. Komið hefur fram í Bandarískri rannsókn að hjá þolendum ofbeldis, sé meira en helmingurinn fatlaðir og/eða öryrkjar. Þar var örorkan m.a. vegna hjarta- og æðasjúkdóma, langvinnra verkja, taugaskemmda, lungnasjúkdóma og þunglyndis.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.