Íþróttir og heilsa

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Regluleg hreyfing getur skipt sköpum fyrir góða heilsu og vellíðan. Íþrótt sem stunduð er af kappi hefur vissulega heilsusamlega kosti en getur einnig sett mikið álag á líkamann. Því er mikilvægt að huga að öðrum þáttum eins og nægilegri hvíld, svefni og góðri næringu sem vegur á móti því aukna álagi sem fylgir því að stunda keppnisíþrótt eða erfiða líkamsrækt.

Mikið álag eykur orkuþörfina og fyrir suma getur verið erfitt að fullnægja henni. Aukin þörf fyrir önnur næringarefni en orkugjafa getur líka gert vart við sig þó hún sé ekki algeng. Ber þar helst að nefna kalk- og járnþörf stúlkna og kvenna sem æfa undir miklu álagi. Þörf fyrir sum B-vítamín eins og B-12 eykst einnig hjá konum við mikla hreyfingu, en henni er almennt svarað sjálfkrafa með næringarríkum mat þar sem magn vítamína eykst í takt við meira magn af fjölbreyttum mat.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.