RS-veira (e. respiratory syncytial virus) er kvefveira sem leggst bæði á efri og neðri öndunarveg. Oftast veldur hún vægum einkennum en getur lagst þungt á fyrirbura og ung börn innan sex mánaða. Bæði fullorðnir og börn geta fengið sýkinguna aftur í nýjum faröldrum þar sem veiran veldur ekki langtíma ónæmi.
Einkenni
Sýkingin nær yfirleitt hámarki á 3–5 dögum og er að mestu gengin yfir á einni viku. Algeng einkenni:
RS vírus er algengasta orsök berkju- og lungnabólgu hjá börnum yngri en eins árs. Í þeim tilfellum geta einkenni einnig verið:
- Hvæsandi öndun
- Öndunarerfiðleikar
- Blámi á húð
- Minnkun á matarlyst
- Mikill hósti
Smitleiðir
RS-veiran smitast einkum með beinni snertingu milli einstaklinga en getur smitast með úðasmiti, hósta eða hnerra. Veiran getur lifað í nokkrar klukkustundir t.d. á leikföngum eða á borðplötu og getur borist í líkamann í gegnum munn, nef og augu.
Einkenni sjúkdómsins koma fram fjórum til sex dögum eftir að smit hefur orðið.
Sýktur einstaklingur er mest smitandi fyrstu dagana eftir að hann veikist en getur haldið áfram að vera smitandi í nokkrar vikur á eftir.
Greining
Greining byggir fyrst og fremst á sjúkdómseinkennum, sjúkrasögu og læknisskoðun en einnig er hægt að greina veiruna í slími frá nefkoki.
Veiran er svo algeng að flest börn innan tveggja ára aldurs hafa sýkst af henni.
Meðferð
Engin sérstök meðferð er við RS veirusýkingu en meðferðin byggir einkum á einkennameðferð.
Hvað get ég gert?
- Hita- og verkjastillandi meðferð
- Drekka nægan vökva
- Hvíld
- Heit gufa getur létt á nefstíflum
- Saltvatn/Nefsprey getur losað stíflur í nefi
Hvenær skal leita aðstoðar?
- Einkenni ekki minnkandi þrátt fyrir að framfylgja ráðleggingum
- Áhyggjur af líðan
Ráðlagt er að fara með barn á bráðamóttöku barna ef:
- Öndunarerfiðleikar
- Hröð öndun
- Blámi á vörum
Forvarnir
- Handþvottur
- Forðast handaband eða nána snertingu og nánd við veikan einstakling
- Forðast að snerta andlit, sérstaklega augu, nef og munn með óhreinum höndum
- Halda ónæmiskerfinu heilbrigðu með því að:
- Fá nægan svefn (≥ 7 klst.)
- Borða hollan mat
- Stunda reglulega hreyfingu
- Drekka vatn (≥ 1,5 L)
- Taka D-vítamín
- Forðast streitu