Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Ristilbólga

Kaflar
Útgáfudagur

Ristilbólga (e. colitis) er þegar slímhúð ristilsins bólgnar upp. Orsakir ristilbólgu geta verið margvíslegar og getur bólga í ristli komið fram til dæmis vegna sýkingar, lélegs blóðflæðis eða geislunar. Margar tegundur eru af ristilbólgu og getur bólgan verið brátt eða langvinnt ástand.

Orsök

Bráð ristilbólga

 • Bakteríu- eða veirusýking
 • Ofnæmisviðbrögð
 • Skert blóðflæði
 • Sníkjudýr

Langvinn ristilbólga

Orsök er ekki alltaf þekkt. Ástand þar sem ónæmisfrumur ráðast á og skemma vefinn á innanverðum ristli.

Dæmi um langvinna bólgusjúkdóma í ristli eru sáraristilbólga og Crohn's sjúkdómur.

Áhættuþættir

 • Erfðir, fjölskyldusaga
 • Geislun
 • Hækkandi aldur 
 • Lyfjameðferð, til dæmis með sýklalyfjum eða krabbameinslyfjum
 • Óhófleg áfengisdrykkja

Einkenni

Við bráða ristilbólgu getur einnig komið fram:

Við langvinna ristilbólgu getur einnig komið fram:

Greining

 • Saursýni
 • Ristilspeglun
 • Röntgenmynd
 • Tölvusneiðmynd

Meðferð

Bráð ristilbólga sem stafar af tímabundinni sýkingu, fæðuóþoli eða geislun hverfur venjulega af sjálfu sér. Sumar tegundir sýkinga gætu þurft meðferð til að hverfa, sérstaklega sníkjudýrasýkingar. Flestar sýkingar taka um það bil viku að hverfa en ristilbólga vegna geislunar tekur nokkra mánuði að fara. Ofnæmisristilbólga fer þegar fæðan sem orsakar ofnæmi hefur skilað sér úr líkamanum.

Meðferð við ristilbólgu af völdum skerts blóðflæðist lagast þegar blóðflæði hefur verið aukið aftur. 

Meðferð við langvinnri ristilbólgu er oftast ævilöng og er þá notuð lyfjameðferð til að halda einkennum niðri. Í sumum tilfellum er gerð skurðaðgerð til að fjarlægja hluta ristils.

Hvað get ég gert?

Þegar einkenni koma fram og eru slæm er mælt með að borða auðmeltan mat. Byrja á fljótandi fæði og færa sig yfir í maukfæði þegar einkenni minnka. Þegar föst fæða er tekin aftur inn er ráðlagt að tyggja matinn vel, sjóða grænmeti og forðast mat sem getur verið að erta bólgur eins og maísbaunir, poppkorn, feitan, saltaðan, súran, unnin eða sykraðan mat.

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leita skal til læknis ef:

 • Blóð í hægðum
 • Endurtekinn óútskýrður kviðverkur 
 • Þyngdartap án þess að reyna það

Finna næstu heilsugæslu hér