Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Saursýni

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Ef greina þarf meltingarfærasýkingu eða leita sníkjudýra í meltingarveg þarf að rannsaka hægðirnar. Læknir gerir beiðni um rannsóknina.

Um getur verið að ræða leit að veirum, bakteríum eða sníkjudýrum. Ef leita á að öllu þrennu þarf að skila tveim hægðasýnum í sitthvoru glasinu. Læknir upplýsir um hvort skila þarf tveimur sýnum. Saursýnum er skilað á heilsugæslustöðina þína eða samkvæmt leiðbeiningum læknisins.

Til þess að skila saursýni þarf sérstakt sýnatökuglas með lítilli skóflu í sem fæst í apótekum en einnig er hægt að fá sýnatökuglös hjá heilsugæslunni. Nota þarf einnota hanska sem fást meðal annars í apótekum.

Saursýni tekin

Hægðirnar mega ekki verið blandaðar vatni eða öðrum efnum. Því þarf að hafa hægðir í kopp eða annað ílát þegar taka á saursýni. Til dæmis er hægt að nota fötu eða skál sem mögulega má setja í plastpoka þannig að skálin haldist hrein. Hægt er að setja skál sem klædd er plastpoka í salernisskálina þannig að hægt sé að sitja eins og venjulega þegar fólk hefur hægðir. Ef taka á saursýni hjá einstaklingi sem notar bleyju má taka sýnið úr bleyjunni.

Ef um niðurgang er að ræða á að taka sýnið frá fljótandi hægðum.

Ef slím, blóð eða gröftur er til staðar á að taka sýnið þaðan.

Gott er að nota einnota hanska þegar sýnið er tekið og þegar gengið er frá.

Sýnið þarf að innihalda um 2 ml af hægðum.

Sýninu komið til skila

Komið sýninu sem fyrst á heilsugæsluna eða þangað sem læknir hefur gefið upplýsingar um.

Niðurstöður

Reikna má með að niðurstöður berist innan sólarhrings nema ef um ræktun er að ræða þá koma niðurstöður eftir 2 til 3 sólarhringa.