Matarsýking eða matareitrun orsakast af neyslu sýktra matvæla eða drykkjarvatns. Matarsýkingar eru sjaldnast alvarlegar og einkenna hverfa yfirleitt á innan við viku.
Einkenni
Einkenni gera vart við sig innan fárra daga eftir neyslu sýktra matvæla. Stundum byrja einkenni innan nokkurra klukkustunda.
- Ógleði
- Uppköst
- Niðurgangur
- Magakrampi
- Hiti 38°C eða hærra
- Slappleiki
Orsakir
Erfitt getur verið að útkljá hvort að matarsýking sé frá menguðum mat eða óhreinu drykkjarvatni. Öll matvæli geta valdið matarsýkingu. Matur getur verið sýktur ef:
- Ekki geymdur á réttan hátt, til dæmis ófryst eða kælt
- Er ekki fulleldaður eða upphitaður nægilega vel
- Komið er fram yfir síðasta neysludag, er útrunninn
- Meðhöndlaður með óhreinar hendur eða af veikum einstaklingi
- Stendur við stofuhita of lengi
Einnig geta krydd eða matvörur sem líkaminn er ekki vanur, í bland við ferðalög, álag eða óreglulegan svefn haft áhrif á meltinguna án þess að það teljist til matarsýkingar.
Hvað get ég gert?
- Drekka vel af vatni til að koma í veg fyrir ofþornun.
- Hægt er að fá hægðastoppandi lyf í apóteki. Ekki skal taka inn hægðadstoppandi ef hiti er til staðar eða ef blóð er í hægðum.
- Hér má sjá frekari ráðleggingar um æskilega næringu fyrir fullorðna með niðurgang.
- Frekari ráð sem geta hjálpað við ógleði og uppköstum.
Hvenær skal leita aðstoðar?
- Blóðugur niðurgangur
- Einkenni hafa staðið yfir í meira en viku til 10 daga
- Einkenni ofþornunar gera vart við sig (dökkt þvag, þorsti)
- Hiti >38°C hefur verið í meira en sólarhring
- Matarsýking átti sér stað erlendis þar sem hreinlæti er ábótavant
Dæmi um sýkla sem valda matarsýkingu
- Campylobacter baktería
- Salmonella baktería
- Nóróvírus
- E. coli baktería
Forvarnir
- Almennt hreinlæti, sérstaklega handþvottur
- Sýna varúð við meðferð matvæla