Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Meðferð matvæla

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Meðferð matvæla og hreinlæti í eldhúsinu kringum mat skiptir miklu þegar kemur að því að forða fjölskyldunni frá matarsýkingum.  

Hér eru nokkur heilræði sem gagnlegt er að hafa í huga:

 • Þvo hendur alltaf vel áður en matreiðsla hefst.
 • Þvo hendur eftir að hafa meðhöndlað hrá matvæli.
 • Nota ekki hráefni ef vafi leikur á að það sé heilt.
 • Skola allt grænmeti og ávexti með rennandi köldu vatni fyrir notkun.
 • Þíða matvæli í ílátum sem koma í veg fyrir að vökvinn sem lekur úr þeim berist yfir í önnur matvæli.
 • Láta matvæli þiðna í ísskáp frekar en stofuhita. Ef matvæli eru þídd í örbylgjuofni þarf að matreiða þau strax að þiðnun lokinni.
 • Halda hráum matvælum frá soðnum. Örverur í hráum matvælum geta borist yfir í þau soðnu, fjölgað sér þar og valdið matarsýkingum.
 • Þvo skurðarbretti, hnífa og önnur áhöld á milli hráefna. Ef sami hnífur er notaður til að skera kjöt og grænmeti þarf að þvo hann á milli.
 • Matarafganga er gott að nýta en þá þarf að setja í kæli strax að máltíð lokinni.
 • Halda eldhúsi hreinu og skipta um borðtusku og viskastykki reglulega. Þar sem notkun er mikil þarf að skipta daglega en sjaldnar þar sem notkun er lítil. Uppþvottabursta er gott að setja í uppþvottavél sé hún til staðar eða þvo þá úr sjóðandi vatni og sápu reglulega.
 • Gæludýrum á ekki að leyfa að ganga á borðum í eldhúsinu.