Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Hjartaþelsbólga

Kaflar
Útgáfudagur

Hjartaþelsbólga (e. endocarditis) er bólga í innra lagi hjartans. Oftast er bólgan afleiðing bakteríusýkingar. Bakteríur geta borist til hjartans með blóðrásinni (oftast frá munni, þörmum eða húð). Algengast er að sýkingin leggist aðallega á hjartalokurnar.

Einkenni

Einkenni geta komið skyndilega fram eða þróast hægt yfir lengri tíma  

Fyrstu einkenni geta minnt á flensulík einkenni: 

 • Brjóstverkur 
 • Bjúgmyndun á fótum eða kvið 
 • Hár hiti
 • Hósti
 • Höfuðverkur 
 • Kuldahrollur
 • Mæði 
 • Nætursviti
 • Vöðva- og liðverkir
 • Þreyta
 • Öndunarerfiðleikar

Önnur einkenni: 

 • Litlir rauðir, brúnir eða fjólubláir dílar á húðinni 
 • Rauðar eða rauðbrúnar rendur undir nöglum
 • Rauð sársaukafull útbrot á fingurgómum 
 • Rauð sársaukalaus útbrot í lófum eða iljum 
 • Minnkuð matarlist
 • Óáttun
 • Óhóflegt þyngdartap 

Algengi

 • Algengari hjá eldra fólki 
 • Algengari hjá körlum en konum  

Smitleiðir

Bakteríur þurfa að komast í blóðið og ferðast þaðan í hjartað. Það eru nokkrar leiðir fyrir bakteríur að komast inn fyrir varnir líkamans.

 • Gegnum munn, léleg tannhirða eykur líkur á sýkingu.  
 • Nálar, æðaleggir eða aðrir leggir sem þarf að setja inn fyrir varnir líkamans til dæmis þvagleggir.  
 • Út frá eldri sýkingarstað ef sýking er ómeðhöndluð 

Áhættuþættir

 • Fólk með gervihjartalokur 
 • Fyrri hjartaþelsbólga 
 • Hjartalokusjúkdómar 
 • Hjartavöðvakvilli (e. cardiomyopathy) 
 • Léleg tannheilsa 
 • Meðfæddir hjartagallar
 • Notkun vímuefna í æð
 • Vannæring
 • Veiklað ónæmiskerfi

Orsök

 • Bakteríur
 • Sveppir

Hjartaþelsbólga kemur í flestum tilfellum til vegna baktería. Sveppir geta valdið sýkingum í hjartalokum en það eru mun sjaldgæfara en bakteríusýking. 

Greining

 • Blóðprufa
 • Hjartaómskoðun 
 • Líkamsmat 
 • Sjúkrasaga
 • Sneiðmyndataka 

Meðferð

Oftast gefið með inndælingu í æð

Forvarnir

Mikilvægt er fyrir fólk sem notar vímuefni um æð að huga að hreinlæti, nota hreinar nálar og vera í góðu sambandi við heilbrigðisstarfsmenn. Hægt er að leita skaðaminnkandi úrlausna Rauðakrossins fyrir frekari stuðning hér

Fylgikvillar

Hvenær skal leita aðstoðar?

Börn: Hiti hefur varað í 3 sólarhringa og engin önnur einkenni til staðar eða hár hiti sem lækkar um minna en eina gráður við hitalækkandi lyf.  

Fullorðnir: Hár hiti 39,0°C eða hærri án kvefeinkenna eða hár hiti yfir 39°C sem lækkar um minna en eina gráðu við hitalækkandi.

Ef hár hiti og höfuðverkur er til staðar ásamt: 

 • Skert ónæmiskerfi
 • Nýleg hjartaaðgerð/hjartalokuaðgerð 
 • Notkun á óhreinum sprautunálum
 • Saga um fyrri hjartaþelsbólgu