Bólga í blöðruhálskirtli

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Blöðruhálskirtillinn er lítill kirtill sem liggur á milli getnaðarlims og þvagblöðru. Hlutverk hans er að framleiða sáðvökva sem nærir og verndar sáðfrumur. Blöðruhálskirtillinn getur bólgnað (e. prostatitis) sem veldur oftast óþægindum. 

Orsök

  • Bráð blöðruhálskirtilsbólga orsakast oftast þegar bakteríur komast upp þvagrásina og inn í blöðruhálskirtilinn
  • Langvarandi bólga í kirtlinum getur komið án sýkingar og erfitt getur verið að finna orsökina

Einkenni

Bráð bólga í blöðruhálskirtli

  • Blóð í þvagi
  • Erfiðleikar með að byrja þvaglát
  • Sárir verkir á kynfærasvæði. Í eða við getnaðarlim, pung og/eða endaþarm
  • Sársaukafullir verkir neðarlega í kvið, í mjóbaki eða við hægðir
  • Sársauki við þvaglát
  • Tíð þvaglát (einkum á nóttunni) og/eða bráð þvaglátsþörf
  • Slappleiki og vanlíðan ásamt verkjum og/eða háum hita
  • Verkir í mjóbaki við sáðlát
  • Þvagteppa

Langvinn bólga í blöðruhálskirtli

Eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum hefur verið til staðar í þrjá mánuði eða lengur:

  • Verkur á kynfærasvæði. Í eða við getnaðarlim, pung eða endaþarm
  • Verkur neðarlega í kvið eða í mjóbaki
  • Sársauki við þvaglát
  • Tíð eða bráð þvaglátaþörf
  • Næturþvaglát (oftar en einu sinni á nóttu) 
  • Erfitt að tæma þvagblöðruna eða erfiðleikar að hefja þvaglát
  • Vandamál tengd kynlífi til dæmis riserfiðleikar, sársauki við sáðlát eða verkir í grindarholi eftir kynlíf
  • Stækkaður eða aumur blöðruhálskirtill við endaþarmsskoðun

Áhættuþættir

Aukin hætta er á bráðri bólgu í blöðruhálskirtli ef eftirfarandi á einnig við:

Hætta á langvinnri bólgu í blöðruhálskirtli hækkar ef:

  • Aldur er yfir 50 ára
  • Fyrri saga um bólgu í blöðruhálskirtli
  • Meltingarfærakvillar eru til staðar

Meðferð

Meðferð fer eftir einkennum og sögu en dæmi um lyfjameðferð er:

  • Hægðalosandi lyf
  • Sýklalyf
  • Verkjalyf
  • Vöðvaslakandi lyf

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leita til næstu heilsugæslu ef:

  • Ofangreind einkenni eru til staðar

Leita til bráðamóttöku ef:

  • Þvagteppa á sér stað 
  • Einkenni eru slæm

Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku hér

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.