Fara á efnissvæði Bólga í blöðruhálskirtli | Heilsuvera
Fara á efnissvæði

Bólga í blöðruhálskirtli

Kaflar
Útgáfudagur

Bólga í blöðruhálskirtli (e. prostatitis) getur komið fyrirvaralítið hjá þeim sem hafa kirtilinn.  Blöðruhálskirtill er lítill kirtill sem liggur á milli getnaðarlims og þvagblöðru. Hlutverk hans er að framleiða sáðvökva sem nærir og verndar sáðfrumur. 

Einkenni

Helstu einkenni:

  • Verkir, óþægindi eða sviði við að pissa
  • Erfiðleikar við að pissa
  • Þörf til að pissa oftar en venjulega
  • Verkir í getnaðarlim, pung og/eða endaþarmi
  • Verkir við sáðlát
  • Hiti

Orsök

  • Bakteríur sem komast upp þvagrásina og inn í blöðruhálskirtilinn valda oftast bráðri bólgu í kirtlinum
  • Langvarandi bólga í kirtlinum getur komið án sýkingar og erfitt getur verið að finna orsökina

Meðferð

Bólga í blöðruhálskirtli er meðhöndluð með sýklalyfjum. Í flestum tilvikum lagast einkenni á innan við tveim vikum eftir að meðferð er hafin. Í sumum tilvikum getur þurft lengri meðferð.

Hvað get ég gert?

  • Drekka ríkulega af vökva til að forðast ofþornun
  • Taka parasetamól eða íbúprófen við verkjum. Fylgiseðla lyfja má finna á sérlyfjaskrá
  • Klára sýklalyfjaskammtinn, hvort sem einkenni eru horfin eða ekki

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leita til næstu heilsugæslu ef:

  • Einkenni um bólgu í blöðruhálskirtli eru til staðar
  • Ef meðferð skilar engum bata á 48 klukkustundum

Leita til bráðamóttöku ef:

  • Þú getur ekki pissað
  • Skyndilegt ruglástand
  • Húðin er blá, grá, föl eða skellótt. Á dökkri húð er auðveldara að sjá þetta í lófum eða á iljum
  • Erfiðleikar við öndun

Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku