Reyklaust tóbak

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur
  • Munntóbak og annað reyklaust tóbak inniheldur nikótín sem er vanabindandi efni. Almennt má segja að reyklaust tóbak, þ.m.t. munntóbak, gefi frá sér álíka mikið nikótín og sígarettur. Yfir daginn fá þeir sem nota reyklaust tóbak að meðaltali álíka mikið og jafnvel meira nikótín í líkamann og þeir sem reykja sígarettur.
  • Þeir sem nota reyklaust tóbak verða háðir því á svipaðan hátt og reykingamenn verða háðir reyktóbaki.
  • Ungt fólk, sem notar munntóbak, finnur svipaða og jafnvel enn meiri nikótínþörf og fráhvarfseinkenni og þeir sem reykja sígarettur. Fyrir bragðið eiga notendur munntóbaks erfitt með að hætta notkuninni.
  • Reyklaust tóbak inniheldur um 2500 efni og m.a. krabbameinsvalda og ýmis eiturefni. Um 28 krabbameinsvaldandi efni hafa fundist í reyklausu tóbaki.
  • Aðal krabbameinsvaldarnir og þeir sem mest er af eru afar skæðir heilsuspillar. Þetta eru efni sem finnast eingöngu í tóbaki, svonefnd N-nítrósamín. Magn þeirra er dálítið mismunandi eftir því hvaða tóbak er um að ræða.
  • Krabbameinsvaldarnir í reyklausu tóbaki geta valdið briskrabba, krabbameini í munni og krabbameini í vélinda. Reyklaust tóbak, þ.á m. sænska munntóbakið, veldur tannholdsbólgu, tannskemmdum, tannmissi, tannholdsrýrnun, fæðingu fyrir tímann og eykur líkur á meðgöngueitrun hjá bamshafandi konum. Sumar vísindarannsóknir benda til að notkun á reyklausu tóbaki geti tengst hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og efnaskiptavillu. 
  • Sá sem notar munntóbak eykur hættuna á að fá krabbamein í munnhol og briskirtil að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
  • Notkun munntóbaks eykur hættuna á krabbameini í brisi um allt að 67%.

Hægt er að fá meðferð og stuðning við að hætta tóbaksnotkun á netspjalli hér á síðunni og í síma 5131700.


Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.