Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Tannholdsbólgur

Kaflar
Útgáfudagur

Tannholdsbólgur (e. gingivitis) eru eins og nafnið gefur til kynna bólgur í tannholdi. Orsakir tannholdsbólgu eru viðbrögð ónæmiskerfisins við bakteríuskán á yfirborði tannarinnar. Bakteríurnar valda þar með ertingu án þess að setjast að í sjálfum vefjunum.

Einkenni

Helstu einkenni tannholdsbólgu eru þau að tannholdið roðnar, bólgnar og það blæðir auðveldlega úr því til dæmis við tannburstun. Einkennin valda oft á tíðum litlum sem engum óþægindum svo fólk tekur ekki eftir þeim. Langvarandi tannholdsbólga leiðri oft til alvarlegri tannholdssjúkdóma.

Hvað get ég gert?

Bættu tannhirðuna

Tannholdsbólga hverfur með bættir tannhirðu. Burstaður tennur að minnsta kosti tvisvar á dag. Hreinsaðu vel á milli tanna með tannþræði eða millibursta.

Fylgstu vel með tannholdinu

Þar sem tannholdsbólgur valda oftast litlum sem engum óþægindum er nauðsynlegt að fylgjast vel með tannholdinu og vera á varðbergi ef blæðir úr því við tannburstun.

Reglulegt eftirlit hjá tannlækni

Eftirlit með tönnum er nauðsynlegt til að viðhalda heilbrigði þeirra. Það er mismunandi hversu oft er mælt með að fara í eftirlit. Tannlæknir metur það hverju sinni en það er lágmark að fara einu sinni á ári. Sjá nánar um reglubundið eftirlit hér.

Hættu að reykja

Reykingar þrefalda hættuna á tannholdsbólgum. Það er því góð ákvörðun að taka að hætta reykingum. Hér á síðunni má fá aðstoð við að hætta. Þú getur einnig fengið ráðgjöf í reykbindindi með því að hringja í 8006030.