Ofbeldi í samböndum

Ofbeldi í samböndum byrjar hægt og bítandi og því getur verið erfitt að festa fingur á hvað er í raun að gerast. Það byrjar gjarnan með andlegu ofbeldi og kúgun en getur svo undið upp á sig. Þá er þegar búið að brjóta þolanda niður svo honum reynist erfitt að leita sér aðstoðar. Hafa ber í huga að þegar ofbeldi er endurtekin hegðun eru litlar líkur á að það muni einn daginn hætta af sjálfu sér án þess að gerandi fái sérfræðiaðstoð. Það er því til lítils að bíða þess að viðkomandi hætti allt í einu uppteknum hætti eða að þolandi geti með hegðun sinni séð til þess að aldrei verði ástæða til árekstra.

Hafir þú áhyggjur af því að samband þitt við einhvern sé að þróast úr í eitthvað sem þú vilt ekki er gott að skoða hvað heilbrigð sambönd fela í sér. Þú getur lesið um það hér

Þessi grein var skrifuð þann 14. nóvember 2016

Síðast uppfært 15. ágúst 2019