Andlegt og félagslegt ofbeldi

Andlegt ofbeldi er notað til að brjóta manneskju markvisst niður og höggva í sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. Það er meðal annars gert með því að hóta, niðurlægja, barngera, einangra og ráðast að viðkomandi með orðum. Ruglar raunveruleikanum, meðal annars með því að segja að upplifanir manneskjunnar, útskýringar og túlkanir séu rangar eða að hún sé geðveik.

Andlegt ofbeldi getur verið af ýmsum toga. Varast ber að nota hugtakið yfir skoðanaskipti, rifrildi eða ósamkomulag sem hendir alla einhverntímann. Í sumum tilfellum getur það jafnvel snúist upp í andhverfu sína, þ.e. að sá sem segist vera beittur andlegu ofbeldi sé í raun gerandi og noti ásakanir um andlegt ofbeldi til að halda raunverulegum þolanda niðri.

Andlegt ofbeldi getur haft alvarlega afleiðingar fyrir þann sem fyrir verður. Hér á eftir koma nokkur dæmi um andlegt ofbeldi:

  • Uppnefna og lítilsvirða
  • Einangra viðkomandi frá vinum og ættingjum
  • Fylgjast með/stjórna samskiptum við aðra
  • Stjórna fatavali
  • Hótanir um líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi
  • Fjárhagsleg stjórnun (t.d. í samskiptum við maka eða samskiptum foreldra og uppkominna barna)
  • Hunsun
  • Hróp, öskur og uppnefningar

Þessi grein var skrifuð þann 14. nóvember 2016

Síðast uppfært 15. ágúst 2019