Hvert er hægt að leita?

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Hikaðu ekki við að leita hjálpar ef þú þarft á því að halda. Hvort sem það ert þú sem þarft aðstoð eða einhver sem þér er annt um þá getur þú leitað aðstoðar. Sumir geta leitað til fjölskyldu sinnar eða góðra vina en svo eru líka opinberir aðilar og samtök sem geta komið til aðstoðar. Þú getur líka fengið aðstoð hér á síðunni til að ákveða hvert skal leita ef þú ert ekki viss. Netspjall Heilsuveru er opið frá 8 til 22 alla daga. Mál er hægt að tilkynna til barnaverndar með símtali í 112. Vefsvæði 112.is. Einnig í boði netspjall fyrir þolendur ofbeldis og aðra sem þurfa aðstoð.

Opinberir aðilar  
 Neyðarlínan  112
 Lögreglan 112
 Neyðarmóttaka LSH  543-1000  
 Heilsugæslan þín   
 Skólahjúkrunarfræðingar   
 Sjúkrastofnanir   
 Félagsþjónusta sveitarfélaganna   
 Barnaverndarnefndir  
 Kennarar og námráðgjafar   
 Skólastjórnendur  
 Fagráð eineltismála  

 Bjarkarhlíð þjónustumiðstöð
 fyrir þolendur ofbeldis 

553-3000
Félagasamtök  
Stígamót  562-6868 / 800-6868
Drekaslóð  551-5511 / 860-3358
Kvennaathvarfið - Reykjavík  561-3720 / 561-1205
Kvennaathvarfið - Akureyri  561-1206
Aflið Akureyri  857-5959 / 461-5959
Hjálparsími Rauða krossins  1717
Heimilisfriður  555-2030
Sjónarhóll  535-1900
Heimili og skóli - landssamtök foreldra  516-0100

 

Að auki eru fjölmargir sjálfstætt starfandi sérfræðingar sem veita meðferð. Stundum niðurgreiða stéttarfélög slíka meðferð. Hafið í huga að um sé að ræða löggilda starfsstétt og að viðkomandi hafi þekkingu á meðferð ofbeldismála. Sem dæmi má nefna sálfræðinga og félagsráðgjafa.

Árin 2012-2015 starfaði sérstök Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Á vefsvæði verkefnisins má finna fjölmargt gagnlegt efni, t.d. fræðslumyndbönd fyrir börn. 

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.