Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Orkujafnvægi íþróttafólks

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Mikilvægt er að tiltæk orka sé næg og aðgengileg fyrir íþróttafólk. Erfitt er að stunda líkamsþjálfun án þess að líkaminn fái næga orku úr matnum. Þegar líkaminn hefur úr takmarkaðri orku að spila sér hann til þess að lífsnauðsynleg starfssemi líkamans fái sitt á meðan önnur mikilvæg starfssemi í líkamanum kann að sitja á hakanum. Heilinn þarf til að mynda sína næringu, hjartað verður að slá og einstaklingar að geta andað. Með tilliti til árangurs í íþróttum getur of lítil tiltæk orka komið fram í:

 • Aukinni meiðslahættu
 • Lakari endurheimt
 • Verri svörun við álagi
 • Lakari frammistöðu
 • Breytingum á andlegri líðan og einbeitingu.

Ef orkujafnvægi raskast ætti að leiðrétta það með aukinni orkuinntöku og/eða minnkuðu æfingaálagi. Aldrei ætti að hika við að leita aðstoðar fagaðila sé þess þörf.

Helstu orsakir takmörkunar á tiltækri orku eru:

 • Erfiðleikar með að uppfylla orkuþörf vegna æfingaálags eða skertrar matarlystar
 • Breytingar á fæðuvenjum og/eða orkuinntöku
 • Aukið æfingaálag og/eða aukin orkuþörf
 • Ákvörðun um að léttast og/eða minnka líkamsfitu á skömmum tíma
 • Slæm líkamsímynd og áhyggjur af útliti
 • Átraskanir og/eða óheilbrigt samband við mat

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Hér getur þú tekið prófið, séð hver staðan er og hvernig þú getur bætt þig.

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína