Tölvuleikjaröskun

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Hvað er tölvuleikjaröskun?

Tölvuleikjaröskun eða tölvuleikjafíkn er annað og meira en að nota net/tölvur í miklu mæli. Til að geta flokkast undir tölvuleikjaröskun verður notkunin að hafa skaðleg áhrif á fjölbreytta virkni einstaklingsins, s.s. fjölskyldulíf, félagslíf, skóla og/eða starf. Einkennin þurfa jafnframt að hafa verið til staðar í a.m.k. 12 mánuði.

Verndandi þættir

Sterk sjálfsmynd, félagsleg færni og að líða vel í skólanum eru dæmi um verndandi þættir gegn tölvuleikjaröskun. Einnig er það talinn verndandi þáttur ef unglingar hafa stjórn á hegðun sinni í leiknum. Þar að auki er íþróttaiðkun og regluleg hreyfing verndandi þættir.

Er ég haldin tölvuleikjaröskun?

Einungis lítill hluti fólks þróar með sér tölvuleikjaröskun/tölvuleikjafíkn. Hins vegar er mikilvægt að spá í þann tíma sem maður ver í tölvuleiki/netnotkun og hvaða áhrif notkunin hefur á aðrar athafnir daglegs lífs.

Ef þú hefur áhyggjur af tölvunotkun þinni getur þú skoðað þessar 7 spurningar hér á eftir. Ef þú svarar þeim flestum eða öllum með oft eða mjög oft, skaltu leita þér aðstoðar.

Hversu oft síðustu 6-12 mánuðina:

  • Vildir þú spila tölvuleik allan daginn?
  • Eyddir þú meiri og meiri tíma í tölvuleiki?
  • Spilaðir þú tölvuleiki til að gleyma raunveruleikanum?
  • Hafa aðrir reynt að minnka tölvuleikjanotkun þína án árangurs?
  • Leið þér illa þegar þú gast ekki spilað tölvuleik?
  • Lentir þú í deilum við t.d. fjölskyldu/vini vegna tímans sem þú varðir í tölvuleiki?
  • Slepptir þú öðrum hlutum (skóla, heimanámi, vinnu, íþróttaæfingum) til að spila tölvuleiki?
Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.