Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Skorpulifur

Kaflar
Útgáfudagur

Skorpulifur (e. chirrosis) er þegar örvefsmyndun á sér stað í lifrinni vegna langvarandi lifrarskemmdar. Örvefurinn veldur því að lifrin á erfitt með að starfa eins og hún ætti að gera almennt og lifrarfrumur endurnýjast ekki.  

Algengt er að talað sé um skorulifur sem lokastig í þrálátum lifrarsjúkdómi, þar sem slík sjúkdómsmynd kemur í kjölfar annarra lifrasjúkdóma eða kvilla.  

Misjafnt er hversu starfhæf lifrin er þegar örvefur hefur myndast í henni. Ómeðhöndluð skorpulifur getur endað með algjörri lifrarbilun, en slíkt getur verið lífshættulegt ástand. 

Nánari upplýsingar

Lifrin er stærsti kirtill líkamans og gegnir mörgum hlutverkum, meðal annars: 

 • Brýtur niður eiturefni og fitu
 • Framleiðir gall
 • Geymir glýcogen orkuefni, vítamín og steinefni
 • Tekur þátt í blóðstorku 

Skemmdin sem verður í lifrinni getur gert það að verkum að hún á erfiðara með að geyma glýkógen sem er orkugjafi líkamans. 

Þegar þetta gerist fer líkaminn að leita í vöðva sem orkugjafa á milli máltíða og veldur þar með vöðvatapi. Þá getur verið mikilvægt að borða aukið magn af kaloríum og próteini yfir daginn. Það getur einnig hjálpað að borða oft yfir daginn frekar en 1-2 stærri máltíðir á dag. 

Einkenni

Skorpulifur er almennt einkennalaus á fyrstu stigum sjúkdómsins. Einkennamyndun verður meira áberandi eftir því sem líður á sjúkdóminn. Fyrstu einkenni: 

 • Almennur slappleiki og þreyta 
 • Háræðastjörnur (e. spider angioma) í húð á efri hluta líkama
 • Litlir rauðir dílar í lófum  
 • Minnkuð kynhvöt  
 • Minnkuð matarlyst  
 • Ógleði 
 • Þyngdartap og/eða minnkun á vöðvamassa 

Alvarlegri einkenni sem birtast jafnan á síðari sjúkdómsstigum: 

 • Aukin blæðingarhætta og/eða aukin marblettamyndun  
 • Bjúgur á fótum eða kvið  
 • Blóðug uppköst  
 • Dökkt þvag  
 • Gul húð og/eða gul augnhvíta 
 • Kláði í húð 
 • Svartar tjörukenndar hægðir 

Orsök

 • Óhófleg áfengisneysla í lengri tíma 
 • Lifrarbólga til lengri tíma (Aukin áhætta af lifrarbólgu B eða C) 
 • Fitulifur

Önnur orsök getur verið: 

 • Vandamál tengd gallrásum s.s. krónísk gallrásarbólga 
 • Sjálfsofnæmislifrarbólga 
 • Erfðarkvillar  
 • Langtíma notkun ýmissa lyfja 

Greining

 • Sjúkdómssaga
 • Líkamsskoðun
 • Blóðprufa 
 • Myndrannsókn 
 • Vefjasýnataka (e. biopsy) úr lifur

Meðferð

Ekki er til eiginleg lækning við skorpulifur. Hins vegar getur lyfjameðferðir hindrað framgang sjúkdómsins.

Ef meðferð dugir ekki til þess að meðhöndla einkenni eða hindra framgang sjúkdóms getur þurft að framkvæma lifrarígræðslu.

Forvarnir

 • Bólusetningar við lifrarbólgu A og B, ekki er til bólusetning við lifrarbólgu C  
 • Deila ekki rakvélum, nálabúnaði eða tannburstum 
 • Huga að heilbrigðum lífstíl til þess að minnka áhættu á fitulifur 
 • Huga að hreinlæti og góðum handþvotti eftir salernisferðir og áður en matur er matreiddur 
 • Neyta áfengis í hófi 
 • Nota smokk í kynlífi og deila ekki kynlífstækjum 

Hvað get ég gert?

Skorpulifur getur haft áhrif á virkni ýmissa lyfja, láta lækni eða lyfjafræðing vita af sjúkdómsástandi áður en færð ný lyf 

Hvenær skal leita aðstoðar?

Ef einkenni skorpulifur sem talin eru upp hér að neðan koma fram er ráðlagt að leita til næstu heilsugæslu.

 • Blóðug uppköst 
 • Breyting á hegðun s.s. ruglástand, einbeitingarskortur, minnisleysi eða ofskynjanir
 • Breyting á tíðarhring  
 • Brjóstamyndun hjá körlum og/eða bólga á pung  
 • Gul húð eða augnhvíta 
 • Hár hiti og kviðverkir 
 • Hvítar/ljósar hægðir eða dökkar og tjörukenndar hægðir 
 • Kláði í húð
 • Slappleiki  

Finna næstu heilsugæslu hér