Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Sinadráttur

Kaflar
Útgáfudagur

Sinadráttur (e. muscle spasm), oft kallaður vöðvakrampi, er skyndilegur, ósjálfráður samdráttur eins eða fleiri vöðva. Hann stafar af óeðlilega löngum vöðvasamdrætti og er oft sársaukafullur. Vöðvakrampi getur orðið í ýmsum vöðvum líkamans en m.a. er algengt að íþróttafólk fái sinadrátt í kálfavöðva. Sinadráttur gengur oftast yfir af sjálfu sér á mjög stuttum tíma.

Helstu ástæður sinadráttar

Oftast er vöðvakrampi eðlilegt viðbragð líkamans við ofreynslu vöðva, sársauka eða þreytu. Helstu orsakir eru:

  • Lélegt blóðflæði
  • Mikil áreynsla
  • Ekki næg upphitun eða teygja fyrir áreynslu
  • Ofþornun
  • Skortur á magnesíum, kalíum eða kalsíum
  • Klemmd taug í hálsi eða baki
  • Nýrnasjúkdómar

Hvað get ég gert?

Ef þú færð oft vöðvakrampa eða verkurinn hefur áhrif á daglegt líf er ráðlagt að leita til heilsugæslunnar. Í sumum tilfellum getur vöðvakrampi verið merki um alvarlegri veikindi. Þau gætu m.a. tengst efnaskipta-, næringar-, æða- eða hormónavandamálum. Mikilvægt getur þá verið að átta sig á tímasetningu, tíðni, lengd og mynstri vöðvakrampanna.

Finndu næstu heilsugæslustöð hér.

Forvarnir

Til að reyna að koma í veg fyrir sinadrátt geta eftirfarandi atriði hjálpað:

  • Teygja fyrir og eftir æfingu
  • Drekka vatn eða íþróttadrykki fyrir, á meðan og eftir æfingu
  • Forðast koffín og önnur örvandi efni
  • Hollt mataræði
  • Gæta að hugsanlegum aukaverkunum lyfseðilsskyldra lyfja