Blóðnasir

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Blóðnasir (e. nosebleed) er vanalega saklaust fyrirbæri. Það er algengt hjá börnum og getur oftast verið meðhöndlað heima.

Orsakir

Í nefinu eru fínar háræðar sem geta rofnað t.d. við að:

• Setja fingur upp í nef
• Snýta sér harkalega
• Anda að sér þurru lofti
• Fá högg á nefið
• Vera með háan blóðþrýsting
• Taka inn ákveðin lyf (aukaverkun)

Börn, eldri borgarar og þungaðar konur eru líklegri en aðrir til að fá blóðnasir.

Hvað get ég gert?

  • Setjast niður
  • Halla höfðinu fram
  • Klípa í nefið rétt fyrir ofan nösina í 10 - 15 mínútur og anda í gegnum munninn
  • Halda íspoka ofan á nefinu getur hjálpað til við að draga úr blóðflæðinu

Eftir að blóðnasir stöðvast skal forðast að snýta þér, taka í nefið, lyfta þungu, kroppa í hrúður, drekka heita drykki eða áfengi.

Hvenær skal leita aðstoðar?

  • Ítrekaðar blóðnasir
  • Ef blæðing hættir ekki á 15 mínútum
  • Grunur er um brotið nef
  • Ef blæðir úr fleiri stöðum t.d. eyrum eða munnholi


Finna næstu heilsugæslustöð.

Var þetta efni hjálplegt?
Markmið vefsins er að veita upplýsingar um öll mál er varða heilsu. Allar ábendingar til að bæta vefinn eru vel þegnar.