Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Blóðnasir

Kaflar
Útgáfudagur

Blóðnasir (e. nosebleed) er vanalega saklaust fyrirbæri. Það er algengt hjá börnum og getur oftast verið meðhöndlað heima.

Orsakir

Í nefinu eru fínar háræðar sem geta rofnað t.d. við að:

• Setja fingur upp í nef
• Snýta sér harkalega
• Anda að sér þurru lofti
• Fá högg á nefið
• Vera með háan blóðþrýsting
• Taka inn ákveðin lyf (aukaverkun)

Börn, eldri borgarar og þungaðar konur eru líklegri en aðrir til að fá blóðnasir.

Hvað get ég gert?

  • Setjast niður
  • Halla höfðinu fram
  • Klípa í nefið rétt fyrir ofan nösina í 10 - 15 mínútur og anda í gegnum munninn
  • Halda íspoka ofan á nefinu getur hjálpað til við að draga úr blóðflæðinu

Eftir að blóðnasir stöðvast skal forðast að snýta þér, taka í nefið, lyfta þungu, kroppa í hrúður, drekka heita drykki eða áfengi.

Hvenær skal leita aðstoðar?

  • Ítrekaðar blóðnasir
  • Ef blæðing hættir ekki á 15 mínútum
  • Grunur er um brotið nef
  • Ef blæðir úr fleiri stöðum t.d. eyrum eða munnholi


Finna næstu heilsugæslustöð.