Fara á efnissvæði
Fara á efnissvæði

Barkahósti

Kaflar
Útgáfudagur

Barkahósti (e. croup) kemur þegar raddböndin eða barkakýlið bólgnar upp. Hún er algeng hjá börnum á aldrinum 6 mánaða til 6 ára. Einkennin lagast vanalega á nokkrum dögum.

Skýringarmynd

Lungun eru sitt hvorum megin í brjóstholinu. Við innöndun leiðir barkinn loft ofan í lungun. Barkinn skiptist í tvær berkjur sem síðan greinast í lungunum og enda loks í lungnablöðrum.

Einkenni

  • Hósti sem oft er geltandi og þurr
  • Kvef
  • Hæsi
  • Erfiða við innöndun
  • Hvæsandi hljóð við innöndun 

Börn geta einnig fengið hita, lystarleysi eða erfiðleika við öndun sem geta valdið hræðslu og vanlíðan.

Algengt er að barkahósti komi með kvefi

Smitleiðir

Barkahósti er oftast af völdum kvefveira. Aðrar orsakir geta verið langvarandi hósti, ofnæmi eða bakflæði. Smitast með úðasmiti.

Greining

Greining er metin út frá einkennum.

Meðferð

Oftast er ekki þörf á sérhæfðri meðferð en ef einkenni eru slæm getur þurft að beita sterameðferð við barkahósta.

Hvað get ég gert?

  • Drekka mikið af vökva
  • Láta barnið sitja upprétt það minnkar einkennin
  • Róa barnið og reyna að halda því rólegu
  • Verkjalyf

Í sumum tilfellum hjálpar að anda að sér köldu lofti þó það hafi ekki verið staðfest með rannsóknum. 

Hvenær skal leita aðstoðar?

Leita til heilsugæslu ef:

  • Almenn einkenni fara ekki á tveimur vikum
  • Miklir verkir eða erfiðleikar við að kyngja
  • Endurtekin einkenni

Leita til bráðamóttöku ef:

  • Barn á erfitt með öndun
  • Áframhaldandi hvæsandi öndun og soghljóð þrátt fyrir að framfylgja ráðleggingum
  • Ofsahræðsla hjá barni

Finna næstu heilsugæslu eða bráðamóttöku.