Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Barkabólga

Kaflar
Útgáfudagur

Barkabólga (e. laryngitis) kemur fram þegar raddböndin eða barkakýlið bólgnar upp. Hún er algeng hjá 1 - 2 ára börnum og einkennin læknast vanalega á nokkrum dögum.

Einkenni

  • Hæsi
  • Raddmissir
  • Hósti
  • Hálssærindi
  • Ræskja sig

Börn geta einnig fengið hita, lystarleysi eða öndunarerfiðleika sem getur valdið hræðslu og vanlíðan.

Barkabólga er algengur fylgikvilli kvefveirunnar og einkenni hennar geta einnig fylgt.

Orsakir

Barkabólga orsakast oftast af völdum kvefveira en einnig geta bakteríur leitt til sýkingar á þessu svæði og þá vanalega í kjölfar veirusýkingar. Aðrar orsakir geta verið langvarandi hósti, ofnæmi eða bakflæði

Reykingar hafa slæm áhrif á barkabólgu og auka hættuna á að fá langvinna berkjubólgu og langvinna lungnateppu.

Hvað get ég gert?

  • Drekka mikið af vökva
  • Anda að sér heitri vatnsgufu
  • Hækka undir höfðagafli
  • Verkjalyf
  • Hóstasaft

Hvenær skal leita aðstoðar?

  • Ef almenn einkenni fara ekki á tveimur vikum
  • Miklir verkir eða erfiðleikar við að kyngja
  • Endurtekin einkenni

Ráðlagt er að fara með barn á bráðamóttöku barna ef:

  • Barn á erfitt með öndun
  • Áframhaldandi hvæsandi öndun og soghljóð þrátt fyrir að framfylgja ráðleggingum
  • Ofsahræðsla hjá barni

Finna næstu heilsugæslustöð hér.