Barkabólga (e. laryngitis) kemur þegar raddböndin bólgna. Oftast lagast þetta sjálfkrafa á 1 til 2 vikum.
Skýringarmynd
Lungun eru sitt hvorum megin í brjóstholinu. Við innöndun leiðir barkinn loft ofan í lungun. Barkinn skiptist í tvær berkjur sem síðan greinast í lungunum og enda loks í lungnablöðrum.
Einkenni
- Raddleysi
- Hæsi
- Pirrandi þurr hósti
- Hálssærindi
- Ræskingar
Auk þess geta einkenni hjá börnum verið:
- Hiti - hjá börnum
- Vilja ekki borða eða drekka - umfjöllun um ofþornun
- Erfiðleikar við öndun (sjaldgæft)
Greining
Barkabólga er greind eftir einkennum.
Hvað get ég gert?
- Tala eins lítið og hægt er
- Drekka vel af vökva
- Hafa rakt loft inni til dæmis setja blautt handklæði á ofn
- Skola hálsinn með saltvatni - þó ekki hjá börnum
- Ekki vera í reyk og sleppa reykingum ef þú reykir
- Ekki drekka alkóhól
- Drekka drykki sem innihalda koffín í lágmarki
- Verkjalyf eins og parasetamól og íbúprófen
- Hóstasaft getur hjálpað
Hvenær skal leita aðstoðar?
Leita til heilsugæslu ef:
- Einkenni fara ekki á tveimur vikum
- Við endurteknar sýkingar
- Erfiðleikar við að kyngja