Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Súrar tennur

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Glerungseyðing

Glerungseyðing verður þegar sýra leysir upp glerung tanna og hann þynnist og eyðist. Þó glerungurinn sé harðasta efni líkamans er hann berskjaldaður þegar hann er látinn liggja í sýrubaði.

Orsökum glerungseyðingar má skipta í tvennt:

  • Ytri þættir: Mataræði og lífsstíll
  • Innri þættir: Bakflæði og uppköst

Glerungur sem hefur eyðst myndast ekki aftur. Tennurnar verða viðkvæmar fyrir kulda og meiri hætta er á tannskemmdum.

Hér getur þú lesið nánar um glerungseyðingu. Á myndbandinu hér neðar á síðunni má sjá þetta vel.

Súrir drykkir

Sýrustig er mælt með svokölluðu pH gildi. Ef pH gildi drykkjar er lægra en 5,5 er talað um súran drykk. Eftir því sem pH gildið er lægra þeim mun súrari er drykkurinn. Hlutlaust pH gildi er 7. Hvort drykkurinn er sykurlaus eða ekki skiptir ekki máli í þessu samhengi.

Sýrustig nokkurra drykkjartegunda:

Drykkir Sýrustig (pH)
Gosdrykkir  2,3 til 3,0
Orkudrykkir  2,6 til 3,6 
Íþróttadrykkir   2,7 til 3,1 
Ávaxtasafar   2,0 til 4,0
Hluti vatnsdrykkja  3,0 til 4,0
Vatn úr krana  6,5 til 9

Sjá nánar á veggspjaldinu „Þitt er valið“.

Hvernig koma má í veg fyrir glerungseyðingu

Sterk tengsl eru á milli glerungseyðingar og neyslu súrra drykkja. Munnvatnið verndar tennurnar en verndunarmáttur þess verður lítill ef „súr“ drykkur fær að „baða“ tennurnar með jöfnu millibili.

Hér finnur þú góð ráð til að forðast glerungseyðingu.

Í myndbandinu hér að neðan er skýrt hvernig sýran eyðir glerungnum.