Sykur í því sem borðað er hefur viðkomu í munninum. Sykurinn nærir bakteríur sem loða við tennurnar og valda tannskemmdum. Það er alveg sama á hvaða formi sykurinn er hann veldur tannskemmdum. Sykur er í mjög mörgum fæðutegundum, drykkjum og sælgæti. Auk þess að skemma tennurnar þá er ekki að finna í viðbættum sykri nein næringarefni sem líkaminn þarf. Því má segja að sykurinn sé tómar hitaeiningar og hann leggur sitt á vogaskálar offitu. Sykurríkustu vörurnar sem neytt er hér á landi eru gosdrykkir, orkudrykkir, sælgæti og kökur. Með því að draga úr neyslu á þessum vörum og drekka í staðinn vatn við þorsta og fá sér hnetur, fræ eða ávöxt sem millibita eru stigin stór skref í átt að heilsusamlegri lifnaðarháttum. Inn á vefnum sykurmagn.is má sjá sykurmagn í nokkrum vöruflokkum.
Á myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig sykurinn fer með tennurnar.