Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Svefn 6-12 ára

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Börn á aldrinum 6 til 12 ára þurfa a.m.k. tíu klukkutíma svefn á hverri nóttu til að vera vel hvíld og tilbúin í daginn.

  • Góður nætursvefn er undirstaða þess að barn vaxi og dafni og sé vel hvílt og tilbúið að takast á við verkefni dagsins.
  • Barn sem hefur fengið nægan svefn er betur í stakk búið til að einbeita sér að náminu.
  • Nægur svefn auðveldar barninu að eiga góð samskipti við önnur börn.
  • Einn besti mælikvarðinn á það hvort barn fær nægan svefn er hvort það vaknar sjálft að morgni á tilteknum tíma. 

Svefnráð

  • Hafa fastan háttatíma og standa við hann.
  • Koma á afslappandi venjum, eins og baði, bursta tennur, lesa bók eða spjalla í rólegheitum fyrir svefninn.
  • Forðast að gefa börnum drykki sem innihalda koffín a.m.k. 6 klst. fyrir háttatíma.
  • Forðast stórar máltíðir rétt fyrir háttatíma.
  • Birtan af skjánum truflar undirbúninginn fyrir svefninn. Því er ráðlegt að sleppa tölvunotkun síðasta klukkutímann fyrir svefn. Hér má finna góð ráð við sjá-uppeldi barna.
  • Stilla hitann í herbergi barnsins þannig að hvorki verði of heitt né of kalt.
  • Hafa myrkur í svefnherberginu, ef það er nauðsynlegt þá er hægt að hafa lítið náttljós.
  • Hávaði nálægt svefnherbergi barns getur truflað svefn.

Hvíld

Svefn er mikilvægasta hvíldin sem líkaminn og heilinn fær en ekki sú eina. Það er mikilvægt fyrir þroska barna að þau fáist við fjölbreytt viðfangsefni yfir daginn. Töfraorðið er breyting. Þreyta kemur þegar við höfum verið að gera það sama, eða svipað of lengi í einu.

Þegar barn hefur verið upptekið lengi við sömu iðju, t.d. við að leika sér í tölvuleik, er góð hvíld falin í andstæðunni. Það er að segja að gera eitthvað sem þarfnast minni einbeitingar eins og til dæmis að fara út og leika sér. Eins getur verið gott fyrir börn að læra að gera ekki neitt. Hvíld fyrir svefn er góður undirbúningur fyrir góðan svefn.