Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Áhyggjur af vini

Kaflar
Útgáfudagur

Það sést ekki utan á fólki að það beiti ofbeldi eða búi við ofbeldi á heimili sínu. Fyrir þann sem býr við ofbeldi getur verið mikilvægt að geta rætt málin við einhvern sér nákominn án þess að mæta fordómum eða vera sagt fyrir verkum. Það er ekki óeðlilegt að það vakni sterkar tilfinningar af að heyra um slíkt, það er óþægilegt að heyra einhvern sem manni þykir vænt um segja frá ofbeldi. Reyndu þó að bregðast þannig við að viðkomandi geti leitað til þín aftur og einangrist ekki. 

Áhyggjur af ættingja eða vini

Stundum er sagt að samfélagið líði ekki ofbeldi. En til þess að það geti verið satt þurfum við öll að taka ábyrgð, bæði með því að sýna það í hegðun og með því að gera sömu kröfu til þeirra sem eru í kringum okkur.

  • Það krefst hugrekkis að ganga á einhvern sem maður þekki vel og spyrja hvort að viðkomandi sé í skaðlegu sambandi.
  • Áður en farið er að ræða málin er gott að velja vel stund og stað og velta fyrir sér hver viðbrögðin gætu orðið. Fólk getur orðið reitt, sárt, neitað öllu eða farið að gráta.
  • Mikilvægt er að tala af virðingu við fólk og vanda orðin vel. 
  • Láta vita að þér stendur ekki á sama. Samtalið er tekið vegna væntumþyggju.
  • Spyrja spurninga sem krefjast nákvæmra svara og hlusta án þess að dæma eða sýna hneykslun.
  • Það er auðvelt að segja einhverjum að „dömpa“ viðkomandi eða segja fólki fyrir verkum „þú átt bara að...“, en veltu fyrir þér hvernig samskipti ykkar verða í framtíðinni ef að hann eða hún ákveður að halda áfram að vera í sambandinu. Það er ekki þitt að ákveða hvort viðkomandi heldur áfram í sambandinu.
  • Vertu tilbúin til að segja viðkomandi hvar hjálp er að fá. Hér er listi.

Auk þess að gæta að því að halda opnum samskiptaleiðum getur verið gott að láta viðkomandi vita að hann eigi í hús að venda ef eitthvað bjátar á og muni þá ekki vera yfirheyrður heldur fá þann stuðning sem á þarf að halda.

Þegar vinur eða ættingi leitar aðstoðar hjá þér
  • Hlustaðu og veittu stuðning án þess að dæma eða skipa fyrir.
  • Koma til skila að enginn á skilið að vera beittur ofbeldi, að þér sé umhugað um velferð viðkomandi og að þú getur aðstoðað við að leita hjálpar þegar viðkomandi er tilbúinn til þess.
  • Það eru eðlileg viðbrögð að segja einhverjum sem manni þyki vænt um að slíta ofbeldissambandi. Það verður hins vegar að hafa í huga að það getur reynst fólki erfitt og tekið tíma þar til viðkomandi er tilbúinn að gera það.
  • Hafði í huga að ofbeldi hefst smátt og smátt og því oft búið að brjóta viðkomandi niður í langan tíma. Þolandi getur upplifað valdaleysi og því ekki gott að segja viðkomandi fyrir verkum (þó ásetningur sé góður). 
  • Ekki taka völdin af viðkomandi, þó það sé erfitt þá er mikils virði fyrir þann sem býr við ofbeldi að geta rætt við einhvern og það gæti verið fyrsta skref til að breyta aðstæðum sínum. Það er líka hægt að hvetja viðkomandi til að taka þátt í félagslífi utan sambandsins.
Vinur eða ættingi sem beitir ofbeldi
  • Ekki líta framhjá ofbeldi eða kúgun. Ef þú þegir ertu að samþykkja ofbeldishegðunina.
  • Látt viðkomandi vita að hegðun hans sé ekki í lagi.
  • Útskýrðu fyrir viðkomandi hvað það er í hegðun hans sem er ofbeldisfullt.
  • Hjálpa viðkomandi að skilja hvaða áhrif hegðun hans hefur á þann sem fyrir verður (ótti, treystir ekki, gæti slitið sambandinu).
  • Sá sem beitir ofbeldi eða kúgun telur sér oft trú um að það sé þolandanum að kenna. Ekki taka undir þá skoðun, þetta er aðferð til að réttlæta hegðunina.
  • Hjálpa viðkomandi að leita sér aðstoðar. Meðal annars er hægt að fá hjálp hjá Heimilisfriði.
  • Benda á að breytt hegðun mun gera sambandið betra fyrir báða aðila.