Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Afleiðingar ofbeldis á börn

Kaflar
Útgáfudagur

Vanræksla og ofbeldi hefur áhrif á börn. Afleiðingarnar eru einstaklingsbundnar og sumir hljóti mikinn skaða af á meðan aðrir spjara sig betur. Mikilvægt er því að leita strax aðstoðar og ráðgjafar til fagaðila. Skömm og sektarkennd eru algengar tilfinningar. Þær geta hindrað þolendur í því að leita sér aðstoðar eða átta sig á umfangi vandans. 

Vanræksla og ofbeldi geta einnig haft langvinnar og alvarlegar afleiðingar langt fram á fullorðinsár. Andlegt ofbeldi er jafnvel talið vera meiri skaðvaldur en líkamlegt ofbeldi. Ávallt er því mikilvægt að stöðva ofbeldið eins fljótt og hægt er og koma börnum til hjálpar.

Algengar afleiðingar ofbeldis

Sem dæmi um afleiðingar ofbeldis gagnvart börnum má nefna:

  • Lágt sjálfsmat
  • Kvíði
  • Þunglyndi
  • Aukin hætta á langvinnum sjúkdómum
  • Sjálfsvígshugleiðingar
  • Áfengis- og fíkniefnanotkun 

Þó að heimilisofbeldi beinist ekki að barninu sjálfu þá hefur það áhrif á líðan og þroska barnsins. Börn þurfa hvorki að verða sjálf fyrir ofbeldinu, né verða beint vitni að því til að þjást. Börn sem búa við ofbeldi eiga á hættu að fá ekki grunnþörfum sínum fullnægt.

Allir eru ábyrgir

Samkvæmt 16. grein barnaverndarlaga ber öllum sem hafa rökstuddan grun um að barn sé beitt vanrækslu og/eða ofbeldi að tilkynna það til barnaverndarnefndar í viðkomandi sveitarfélagi. 112 tekur við tilkynningum fyrir allar barnaverndanefndir landsins.

Ef þú ert ekki viss getur verið gagnlegt að lesa skilgreiningar barnaverndarstofu á ofbeldi og vanrækslu barna.

Að tala við börn um ofbeldi

Það getur vafist fyrir fólki að ræða um ofbeldi við börn. Hér er myndband sem getur hjálpað til við það. 

Tölum um ofbeldi

Myndbandið er einnig til á ensku, pólsku, spænsku, norsku og  rússnesku.