Fara á efnissvæði
IS
EN
PL

Mataræði og hreyfing

Kaflar
Flokkur
Útgáfudagur

Næringarráðleggingar fyrir íþróttafólk og fólk sem stundar mikla hreyfingu hafa breyst í áranna rás með tilkomu fleiri og betri rannsókna á þessu sviði. Það er engin ein formúla sem virkar fyrir alla og getur orku- og næringarefnaþörf verið mjög breytileg á milli einstaklinga. Það veltur helst á eðli, tímalengd og ákefð þjálfunar dag hvern. Þá má ekki gleyma að viðhorf, tiltrú og matarsmekkur einstaklinga geta haft talsvert að segja um bæði árangur og upplifun af eigin getu í tengslum við fæðuval. 

Mataræði íþróttafólks og þeirra sem hreyfa sig mikið ætti ekki að vera ýkja frábrugðið því mataræði sem byggir á ráðleggingum um mataræði. Hollt fæðuval í hæfilegu magni þar sem lögð er áhersla á reglubundnar máltíðir ætti að vera í fyrirrúmi hjá einstaklingum sem hreyfa sig reglulega og mikið. Mikilvægt er að einblína á fjölbreytta fæðu og fæðutegundir sem innihalda ríkulegt magn næringarefna, svo sem grænmeti, ávexti, gróft kornmeti, belgjurtir, fituminni hreinar mjólkurvörur, magurt kjöt, fisk og fleira. Vatn er sá drykkur sem oftast ætti að vera fyrir valinu til að svala þorsta og drekka með máltíðum. Mikilvægt er að takmarka almennt neyslu á orkuríkum og sykruðum drykkjum. Hins vegar getur íþróttafólk þurft að reiða sig á drykki sem innihalda sykrur til að viðhalda orku þegar áreynsla er mikil eða stendur yfir í langan tíma. Þannig má stuðla að skjótri endurheimt stuttu eftir áreynslu.

Hegðun hefur mest áhrif á lífsgæði og líðan að erfðum undanskildum. Sjáðu hvernig staðan er hjá þér.

Smelltu hér til að meta heilsuhegðun þína